fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Svona verður ástandið í Lækjargötu næstu tvö árin

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að sú breyting sem gerð hefur verið á umferðinni um Lækjargötu verði viðvarandi næstu tvö árin. Búið er að setja upp upferðarljós á horni Vonarstrætis og Lækjargötu og umferðin þrengd nokkuð. Ástæðan er bygging hótels þar sem Íslandsbanki var áður.

„Ágætt er fyrir vegfarendur að kynna sér breytingar sem gerðar hafa verið á umferð á horni Lækjargötu og Vonarstrætis en þar hafa ný umferðarljós verið sett upp. Útfærsla umferðar tekur mið af því að tryggja greiða og örugga gönguleið meðfram vinnusvæðinu og gera akstursleiðir öruggar. Gert er ráð fyrir að umferðin verði með þessum hætti næstu tvö árin,“

segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.

Milli Skólabrúar og Vonarstrætis fer umferð nú eftir Lækjargötu um eystri akbraut þar sem vestari akbraut verður notuð undir gönguleið og vinnuaðstöðu verktaka.  Af þessum sökum lokast um helmingur safnstæðis hópbifreiða við Mæðragarð.

Einungis strætisvögnum verður heimilt að aka vestur Vonarstræti meðan á framkvæmdum stendur og þá aðeins ef þeir koma eftir Lækjargötu úr norðri (hægri beygja inn í Vonarstræti). Allri annarri umferð að Vonarstræti er beint um Skólabrú.

Óhefðbundið fyrirkomulag er á umferðarljósum í Vonarstræti þar sem ljósin eru nokkuð innarlega í götunni. Þetta er vegna þess að framhjá framkvæmdasvæðinu er einungis ein akrein en mikilvægt er að ökumenn virði það að stöðva við rauða ljósið. Ef það er ekki gert skapast umferðarhnútur á gatnamótunum sem heftir leið umferðar frá Lækjargötu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus