fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Ríkið vildi ekki kaupa Hjörleifshöfða – „Viðhorfsbreyting“ framundan segir landeigandi – Landið falt fyrir 700 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 11:30

Hjörleifshöfði Mynd-Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Kjartansson, einn landeiganda í Hjörleifshöfða, segir í Morgunblaðinu í dag að ríkinu hafi staðið til boða að kaupa landið síðastliðinn 11 ár, en ekki látið verða af því. Hann segir að umræðan um kaup erlendra auðmanna á landi hérlendis gæti sett strik í reikninginn:

„Við byrjuðum fyrir 11 árum að bjóða ríkinu þetta land til sölu. Það hefur ekki orðið af því. Með umræðunni um jarðakaup útlendinga að undanförnu tel ég hins vegar að það sé að verða viðhorfsbreyting í þessum málum. Hjörleifshöfðinn var að vissu leyti hlunnindajörð. Það var fyrir fýlatekjuna og miklar rekafjörur, sem var náttúrulega verðmæti í gamla daga, en hún var alltaf erfið til búskapar. Tækifærin eru nú fyrst og fremst í kringum ferðamennsku. Til dæmis eru mörg fyrirtæki farin að bóka hópferðir að Kötlujökli við norðurmörk Hjörleifshöfðajarðarinnar, auk þess sem sívaxandi ferðamannastraumur er í Hjörleifshöfðann sjálfan.“

Jörðin hefur verið í eigu fjölskyldu Þóris síðan 1840 og á Þórir nú landið ásamt systrum sínum tveim. Enginn afkomenda þeirra hyggist hinsvegar hefja búskap þar á ný.

Þórir segir nokkra aðila áhugasama um kaup á jörðinni. Hann telur að verð á landi muni hækka í framtíðinni og erlendir fjárfestar séu meðvitaðir um þá staðreynd, en ásett verð á jörðinni séu 700 milljónir:

„Það er byggt á því að jörðin er gríðarlega stór. Þetta er landmesta jörð á Suðurlandi, 11.500 hektarar, sem er alveg gríðarlegt flæmi. Verðið var að nokkru leyti reiknað út frá því að á sandinn, sem er að mestu ógróinn, var sett lægsta hektaraverð. Síðan var auðvitað hærra mat á Hjörleifshöfðanum og Hafursey sem eru grösugir klettahöfðar. Þá er þarna óhemjumikið námusvæði í Kötluvikrinum sem munu örugglega verða verðmæti einhvern tímann. Þetta var því svolítið púsluspil. Það má nefna til dæmis að jörðin Fell við Jökulsárlón var seld fyrir á annan milljarð, þó að það sé minni jörð að flatarmáli. Það var sérstaklega einn hópur sem kom að skoða aðstæður. Aðrir hafa lagt fram fyrirspurnir. Suðurströndin er orðin svo gríðarlegt ferðamannasvæði, ekki síst svæðið í kringum Vík. Ferðaþjónustan er orðin okkar lifibrauð. Ætli það sé ekki hægt að telja á fingrum annarrar handar búin í Mýrdalnum þar sem menn lifa eingöngu af búskapnum. Aðrir eru komnir með aukabúgreinar og þá sérstaklega gistingu og rekstur sem tengist ferðaþjónustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma