fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Nefndarskipan Reykjavíkurborgar brýtur gegn jafnréttislögum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 08:49

Líf Magneudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað á hlutfall kynja í ráðum og nefndum að vera sem jafnast eins og lög gera ráð fyrir. Staðan er hins vegar sú að eftir kosningar eru konur í meirihluta í borgarstjórn. Svo að borgarfulltrúar uppfylli starfsskyldur sínar þurfa þeir að taka að sér ríflega tvö ráð þannig að í mörgum tilfellum eru konurnar orðnar fleiri þó víða sé líka jafnt,“

segir Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, í  samtali við Fréttablaðið í dag.

Tilefnið er sú óvenjulega staðreynd að núverandi skipan fastanefnda Reykjavíkurborgar brýtur gegn jafnréttislögum. Vöntun er á karlmönnum í þrjú af sex fastaráðum Reykjavíkurborgar.

Í þremur fastaráðum sitja fimm konur gegn tveimur körlum, en lög um jafna stöðu kvenna og karla kveða á um að hlutfallið eigi að vera sem jafnast og ekki minna en 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.

Þau ráð sem líða jafnréttisskort eru mannréttinda- og lýðræðisráð, umhverfis- og heilbrigðisráð og velferðarráð. Þar vantar fleiri karla, en jafnréttislögin voru sett með það að markmiði að jafna hlut kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Það er Jafnréttisstofa sem annast eftirlit með að lögunum sé framfylgt.

Fréttablaðið hefur eftir Líf að málið sé snúið sökum breytts fyrirkomulags:

„Á síðasta kjörtímabili pössuðum við upp á þetta og skiptum út til að jafna kynjahlutföll eins og við gátum. Nú er þetta aðeins flóknara í ljósi fjölgunar borgarfulltrúa og breytts vinnufyrirkomulags þannig að ég held að borgarstjórn þurfi að skoða þetta í heild þegar hún kemur úr sumarfríi. Það er á ábyrgð allra flokka að uppfylla jafnstöðulögin svo fremi því verði við komið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“