fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Fimmtán sækja um bæjarstjórastöðu sameinaðs Garðs og Sandgerðis

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 13:00

Sveitarfélagið Garður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 19 manns sóttu um stöðu bæjarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis, sem enn á eftir að hljóta nýtt nafn. Fjórir drógu umsókn sína til baka og standa því 15 eftir.

Meðal umsækjenda er Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði og Þorsteinn Gunnarsson, sveitastjóri Skútustaðarhrepps, en athygli vekur að Gísli Halldór Halldórsson, fráfarandi bæjarstjóri á Ísafirði, er ekki meðal umsækjenda, en hann sótti um starf bæjarstjóra í Ölfusi, á Akureyri, í Fjarðabyggð og á Seyðisfirði.

J-listi Jákvæðs samfélags myndar meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi með Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 43.5% atkvæða og þrjá menn kjörna, en J-listinn hlaut 29.2% atkvæða og þrjá menn einnig.

 

Umsækjendur eru eftirfarandi:

Anna Gréta Ólafsdóttir, sérfræðingur.

Ármann Jóhannesson, ráðgjafi.

Baldur Þ. Guðmundsson, sjálfstætt starfandi.

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri.

Björn Ingi Knútsson, ráðgjafi.

Eysteinn Jónsson, sérfræðingur.

Gunnólfur Lárusson, rekstrar- og verkefnastjóri.

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi.

Kikka Kristlaug María Sigurðardóttir, kosningastjóri.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.

Ólafur Örn Ólafsson, áhafnastjóri.

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri.

Rakel G. Brandt, M.Sc.

Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri.

Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt