fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Rúmlega helmingur fjölskyldna með greiðslubyrði undir 10% af ráðstöfunartekjum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega helmingur fjölskyldna hefur lága greiðslubyrði, eða undir 10% af ráðstöfunartekjum. Í þeim hópi eru meðal annars þeir sem eiga skuldlausa fasteign og þeir sem eiga ekki fasteign. Um 60% fjölskyldna með greiðslubyrði undir 10% af ráðstöfunartekjum eiga ekki fasteign. Fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgaði hlutfallslega á tímabilinu 2015–2018. Tæplega 7% fjölskyldna voru með greiðslubyrði af ráðstöfunartekjum yfir 60% árið 2015 og hefur farið hlutfallslega fækkandi fram til ársins 2018. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Greiðslubyrði skulda sem hlutfall af ráðstöfunartekjum er einn mælikvarði á fjárhagsstöðu fjölskyldunnar og gefur til kynna hversu vel fjölskyldan er í stakk búin til að greiða af lánum. Hafa ber í huga að einungis er um að ræða greiðslubyrði skulda og því er ekki hægt að alhæfa almennt um kjör fjölskyldna úr frá niðurstöðunum. Til að mynda getur fjölskylda á leigumarkaði skuldað lítið og þar af leiðandi haft lága greiðslubyrði vegna skulda en tekjur ekki nægt fyrir leigu og öðrum framfærslukostnaði.

Um útgáfuna
Niðurstöður sem hér er greint frá eru hluti af tölfræðiverkefni um skuldir heimilanna sem stjórnvöld fólu Hagstofunni. Ítarlegt talnaefni um skuldastöðu og greiðslubyrði vegna skulda árin 2015 til 2018 eftir aldri, fjölskyldugerð og tíundahlutum ráðstöfunartekna, eigna og eiginfjár má finna á vef Hagstofunnar. Einnig er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og aðferðum í Hagtíðindum. Niðurstöður ársins 2018 eru bráðabirgðaniðurstöður.

Skuldastaða og greiðslubyrði fjölskyldna 2015–2018 — Hagtíðindi

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna