fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Hæstiréttur Bandaríkjanna – dómari sem ekki hvikar frá því að gera það sem flokkurinn ætlast til af honum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við deilum um aðferðir við val á dómurum á Íslandi. Skipan dómara við Landsrétt er meira að segja komin til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann gæti fellt áfellisdóm yfir réttinum. En aðferðirnar sem notaðar eru til að velja í Hæstarétt í Bandaríkjunum eru þannig að maður klórar sér í hausnum. Er það svona sem þrískipting ríkisvaldsins á að virka? Er hún ekki einmitt svo heilög í Bandaríkjunum.

En nei, það er forsetinn sem handvelur dómarann og krafan er að hann sé sammála hinu æðsta yfirvaldi í einu og öllu og sé ekki líklegur til að hvika frá stefnunni.

Nú skal valinn maður sem dæmir byssueigendum í vil, takmarkar til dæmis ekki notkun sjálfvirkra hríðskotabyssa, er semsagt hlynntur annarri viðbótinni við stjórnarskrána og er líklegur til að vilja takmarka aðgengi að fóstureyðingum. Lögfræðingur sem er á bandi stórfyrirtækja og þykir ósennilegt að muni til dæmis verða til dæmis tryggingafélögum óþægur ljár í þúfu – dæmir með auðmagninu á móti almenningi. Og hann þarf auðvitað að vera fylgjandi innflytjendastefnu forsetans.

Hann þarf að uppfylla þau skilyrði að fara nú ekki að hrófla við kosningakerfinu, en sterk staða Repúblikana byggir meðal annars á því sem kallast gerrymandering – það er að færa til mörk kjördæma þannig að atkvæði til dæmis blökkufólks og fólks af spænskum ættu nýtist sérlega illa. Margir telja þetta einn stærsta ljóðinn á lýðræði í Bandaríkjunum.

Og svo er tekið til þess að dómaraefnið hefur skrifað lærðar greinar um að Bandaríkjaforseti skuli njóta friðhelgi gagnvart sakamálarannsóknum.

Nú er líka passað vandlega upp á að dómarinn fari ekkert að hlaupa út undan sér og jafnvel svíkja lit. Það hefur gerst áður eins og í tilfelli dómarans Johns Roberts sem var skipaður af George W. Bush og hefur reynst vera ívið frjálslyndari en ætlast var til af honum, til að mynda hvað varðar réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar.

En það er ekki talin hætta á að neitt slíkt komi upp með Brett Kavanaugh, lögfræðinginn sem Trump útnefnir nú í Hæstarétt. Hann er alinn upp við að ganga í takt við hin allra íhaldsömustu gildi harðlínu Repúblikana; þeir telja að hann muni hvergi hvika og gera nákvæmlega það sem er ætlast til af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega