fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Katrín og Guðlaugur Þór sækja leiðtogafund NATO í Brussel

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel sem hefst á morgun, miðvikudaginn 11. júlí og stendur fram á fimmtudag, 12. júlí.

Meginefni fundarins eru þróun alþjóðaöryggismála og efling varnarviðbúnaðar og stuðningur við grannríki Atlantshafsbandalagsins. Einnig verður fundað með leiðtogum Georgíu og Úkraínu um umbætur og stöðu öryggismála í Suðaustur-Evrópu. Þá munu leiðtogar þátttökuríkja funda um stuðningsaðgerðir bandalagsins í Afganistan og forseti landsins ræða um friðarhorfur og áframhaldandi umbótastarf. Utanríkisráðherrar og varnarmálaráðherrar bandalagsríkja munu einnig funda með samstarfsþjóðum á meðan á leiðtogafundinum stendur.

Forsætisráðherra mun jafnframt taka þátt í málstofu sem haldin verður í samvinnu við frjáls félagasamtök og hugveitur í tengslum við leiðtogfundinn þar sem rætt verður um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagið.

Forsætisráðherra mun einnig hitta fulltrúa ICAN (International Campaign to Abolish Nuclear Weapons) á sérstökum fundi á fimmtudeginum. Þá mun forsætisráðherra eiga tvíhliða fund með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og ýmsum leiðtogum aðildaríkjanna á meðan á leiðtogafundinum stendur.

Í sendinefnd Íslands eru, auk utanríkisráðherra, Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, og embættismenn frá forsætis- og utanríkisráðuneytum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG