fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Að ræna börn vori, sumri og jólum í nafni hagræðingar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. júní 2018 23:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af deilunum sem geisa í Atómstöð er um vöggustofur. Yfir vofir atómstríð en vöggustofurnar eru taldar til marks um argasta kommúnisma. Þegar kapítalistinn Búi Árland er að reyna að laða sveitastúlkuna Uglu að sér segist hann meira að segja vera tilbúinn til að greiða atkvæði með vöggustofu.

Verið ekki áhyggjufull, þér getið feingið hjá mér alla þá penínga sem þér viljið, hús, vöggustofu og alt.

Vöggustofur voru það sem við köllum nú leikskóla – hétu um tíma barnaheimili. Það er krafa úr öllum stjórnmálaflokkum að börn geti verið á leikskólum frá mjög ungum aldri. Þykir sjálfsagt. En einu sinni var íhaldið – eins og það kallaðist þá – alveg á móti svonalöguðu og taldi það vera sósíalisma sem væri til þess fallinn að ala á lausungu. Góðborgarar hrylltu sig við vöggustofunum.

Það var talinn sovét-kommúnismi að geyma börn á stofnunum.

En nú er komið annað hljóð í strokkinn á hægri vængnum, líkt og sjá má á grein Halldórs Benjamíns Þorgeirssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Halldóri finnst að skólarnir á Íslandi séu alltof stuttir. Börnin séu semsagt ekki nógu mikið á stofnunum. Það séu of margir frídagar. Þeim þurfi að fækka til að foreldrar komist auðveldlegar í vinnuna. Halldór vill lengja grunnskólann, fækka frídögum kringum jól og páska og á sumrin og svo tíma sem fer í vetrarleyfi, jólaböll, skólaslit og slíkt.

Þetta þýðir að börnin verða geymd lengur, oftar og meir á stofnunum, í skólum og á frístundaheimilum – það var einmitt þetta sem gamla íhaldið óttaðist.

Allt er þetta auðvitað gert í nafni hagræðingar og hagkvæmni. Hún eirir eingu – Excelfræðin vilja skera burt allan óþarfa. Þau skirrast ekki við að loka börn inni í skólum allt árið um kring, ræna þau vorinu og sumrinu og jólunum, ef það verður til þess að hjól atvinnulífsins snúast hraðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins