fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Þórhildur Sunna tekur við formennsku í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðs

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. júní 2018 14:15

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur verið kjörin formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur fulltrúi mun stýra nefndinni. Þórhildur Sunna var tilnefnd til formennskunnar af flokkahópi sínum Sósíalistum, demókrötum og grænum. Kjörtímabil nefndarformanns er til loka ársins 2019.

Hlutverk Þórhildar Sunnu sem formaður laga- og mannréttindanefndar eru að stýra fundum nefndarinnar í Strasborg og fundum nefndarinnar utan þingfunda. Formaður er fulltrúi nefndarinnar á opinberum vettvangi og samþykkir dagskrá hennar. Þá situr formaður nefndarinnar í framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins.

Þórhildur Sunna hefur setið á þingi Evrópuráðsins síðan í mars árið 2017. Á þeim tíma hefur hún eins og áður segir setið í laga- og mannréttindanefndarinnar og einbeitt sér að mannréttindamálum og baráttu gegn spillingu.

Sem fulltrúi á þingi Evrópuráðsins skrifaði Þórhildur Sunna álit um ábyrgð Isis/Daesh á þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þá vann hún að skýrslu um Kaupmannahafnaryfirlýsinguna – stefnuyfirlýsingu ráðherraráðs Evrópuráðsins undir formennsku Dana þar sem áherslur þeirra á að draga úr sjálfstæði mannréttindadómstólsins eru harðlega gagnrýndar auk þess að hafa unnið að áliti um stöðu blaðamanna í Evrópu.

Þórhildur Sunna hefur setið á þingi fyrir flokk Pírata frá árinu 2016. Formaður þingflokks hefur hún verið síðan seinnihluta árs 2017.

Þórhildur lauk LL.B-próf (alþjóða- og Evrópulög) frá Háskólanum í Groningen, Hollandi, 2012. LL.M-próf (mannréttindi og alþjóðlegur refsiréttur) frá Háskólanum í Utrecht, Hollandi, 2013. Að námi loknu var hún starfsnemi hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“