fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Stefán Ólafsson ráðinn til starfa hjá Eflingu-stéttarfélagi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. júní 2018 17:00

Stefán Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu-stéttarfélagi. Þetta kemur fram á vefsíðu Eflingar.

Stefán hefur störf í ágúst á skrifstofum Eflingar að Guðrúnartúni 1 og verður í hálfu starfi meðfram því sem hann stundar áfram rannsóknir og kennslu í háskólasamfélaginu. Í starfi sínu hjá Eflingu mun Stefán leiða rannsóknar- og greiningarvinnu auk þess sem hann verður formanni og stjórnar til ráðgjafar um stefnumótun í kjaramálum og á tengdum sviðum.

Stefán á að baki afkastamikinn feril sem fræðimaður og er höfundur grundvallarrita um lífskjör og velferð á Íslandi. Hann lauk doktorsprófi í félagsfræði árið 1982 frá Oxford háskóla á Bretlandseyjum og hefur verið fastráðinn við Háskóla Íslands síðan 1979. Af ritum hans má nefna bækurnar Hagvöxtur og hugarfar frá 1996 og Íslenska leiðin frá 1999 en nýjasta rit hans, samið með Arnaldi Sölva Kristjánssyni, er Ójöfnuður á Íslandi sem kom út á þessu ári. Stefán hefur að undanförnu flutt fjölda erinda með samantektum úr síðastnefndu bókinni, þar á meðal fyrir trúnaðarráð Eflingar þann 7. júní síðastliðinn.

Ráðning Stefáns til Eflingar er sögð styrkja mjög stöðu félagsins þegar kemur að getu til sjálfstæðrar rannsóknarvinnu og stefnumótunar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði:

„Það eru ekki margir fræðimenn sem hafa sérhæft sig í aðstæðum hinna verst settu á Íslandi og að einn sá fremsti þeirra sé kominn til starfa hjá Eflingu er gríðarlegur styrkur. Rannsóknir Stefáns á ójöfnuði eru sláandi og segja allt aðra sögu en málflutningur SA og ASÍ. Ég mun leggja mikla áherslu á baráttuna gegn ójöfnuði í komandi kjarasamningum og að hafa Stefán mér við hlið í þeirri baráttu verður ómetanlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega