fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Brexit teygir sig út í geiminn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Galileo er nafnið á stóru evrópsku verkefni sem felst í að senda 30 gervihnetti á braut um jörðina. Þessi gervihnettir eiga að keppa við hið bandaríska gps-kerfi sem flestir þekkja. Verkefnið er dýrt en áætlað er að það kosti sem nemur á annað þúsund milljörðum íslenskra króna. Bretar hafa tekið þátt í þessu verkefni en nú kemur Brexit aftan að þeim því þeim hefur nú verið kastað út úr verkefninu. Þetta eru Bretar ósáttir við og hóta að fara eigin leiðir og búa til sitt eigið gervihnattakerfi.

Það skiptir bresk fyrirtæki miklu máli að Bretar taki þátt í Galileo því aðeins þá geta þau boðið í ýmsa verkþætti þess. Þau eru núna útilokuð frá að bjóða í næsta hluta verkefnisins og ekki nóg með það heldur missir breski herinn aðgang sinn að lokuðum hernaðarhluta kerfisins.

Allt á þetta rætur að rekja til væntanlegrar útgöngu Breta úr ESB á næsta ári en þá verður Bretland „þriðja land“ í augum ESB.

Galileo-verkefnið er þó ekki beint á vegum ESB heldur Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) sem er ekki hluti af ESB. Það er til dæmis ekki skilyrði að ríki séu aðilar að ESB til að geta tekið þátt í starfi ESA, til dæmis er Sviss aðili að ESA. En ESB-ríki ráða miklu innan ESA og ESB hefur lagt mikið af mörkum til Galileo-verkefnisins. Bretar hóta nú að hefja vinnu við eigið gervihnattakerfi, hugsanlega í samvinnu við Ástrali. Bretland er mikilvæg miðstöð öryggis- og tæknigeirans í Evrópu. Einnig er hægt að færa rök fyrir því að leyniþjónustur landsins og her séu þeir öflugustu í Evrópu. Bretar geta því hnyklað vöðva í tilraunum sínum til að fá að vera með í samvinnu um gervihnetti og ekki síður öryggismál.

The Times hefur eftir heimildarmanni innan stjórnkerfisins að hin ríkin segi áhyggjur af öryggismálum vera ástæðuna fyrir að Bretar fá ekki að vera með. Þetta telja Bretar vera yfirskin enda geta fyrirtæki frá öðrum ESB-ríkjum nú boðið í verkefnið án þess að þurfa að keppa við bresk fyrirtæki. Þetta getur reynst Bretum dýrt því hætt er við að hámenntaðir starfsmenn í þessum geira leiti úr landi ef næga vinnu er ekki að fá. Þetta gæti því skaðað geimiðnað landsins sem stjórnvöld vilja efla og styrkja á næstu árum.

Hárnákvæmt kerfi

David Davis, Brexit-ráðherra. Mynd/Getty

Galileo-kerfið á að vera enn nákvæmara en bandaríska gps-kerfið. Nákvæmnin verður upp á nokkra sentimetra á svæðum sem margir gervihnettir svífa yfir. Í bæjum og borgum með háum byggingum verður auðveldara að ná sambandi við kerfið og kerfið mun ná betur til norður- og suðurskautanna en gps-kerfið.

Kerfið samanstendur af almennum hluta og harðlokuðum hernaðarhluta. Það er vegna leyndarmála í síðarnefnda hlutanum sem bresk fyrirtæki eru útilokuð frá þátttöku. Bretar hafa nú þegar greitt um einn áttunda af kostnaðinum við kerfið og eru að vonum ósáttir við að hafa borgað háar fjárhæðir fyrir eitthvað sem þeir munu ekki hafa neitt gagn af.

ESB segir að Bretar fái að nota upplýsingar úr lokaða hlutanum en Bretar segja það ekki nóg, þeir geti ekki byggt hernaðaraðgerðir á kerfi sem þeir hafa ekki fullan aðgang að. Bretar hafa bent á að það skaði ESB einnig ef þeir verða útilokaðir frá Galileo því þá muni gangsetningu kerfisins seinka um þrjú ár og kostnaðurinn aukast um 1 milljarð evra.

David Davis, Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, sagði í síðustu viku á fundi hjá framkvæmdastjórn ESB að hún kæmi heimskulega fram í þessu máli. Það væri eins og framkvæmdastjórnin ætlaði að skjóta sig í fótinn eingöngu til að sýna að byssan væri í lagi. Hann benti einnig á að kerfið væri að hluta byggt á móttöku- og sendistöðvum á bresku landsvæði en þar á hann við Falklandseyjar við strendur Argentínu og Ascension í miðju Suður-Atlantshafi.

Deilurnar endurspegla að mörgu leyti Brexitviðræðurnar og afstöðu ESB sem segir að það eigi að skipta máli hvort ríki eru aðilar að ESB eður ei. Ekki sé hægt að leyfa „þriðju ríkjum“ að njóta allra kosta aðildar að sambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“