fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Hátt í helmingur Íslendinga ómeðvitaðir um veru Íslands í NATO – Kjósendur Sjálfstæðisflokksins best upplýstir

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. júní 2018 10:21

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Jens Stoltenberg, framkvæmdarstjóri NATO.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rannsókn Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, á afstöðu Íslendinga til utanríkis- og öryggismála, kemur í ljós að 44% landsmanna telja að Ísland sé hlutlaust land þegar kemur að hernaðarmálum. Þetta kemur fram í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Hið rétta er auðvitað að Ísland er eitt af stofnaðilum NATO síðan 1949 og telst því ekki hlutlaust þegar kemur að hernaðarmálum.

Þegar kemur að stjórnmálaskoðunum má sjá að kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru best upplýstir, en aðeins 25% þeirra telja að Ísland sé hlutlaust, meðan 28% Framsóknarflokksins eru sömu skoðunar.

Hinsvegar telja 51% kjósenda Samfylkingarinnar að Ísland sé hlutlaust, 43% kjósenda Vinstri grænna eru sömu skoðunar og 42% Pírata sömuleiðis. Þá telja 35% kjósenda Viðreisnar að Ísland sé hlutlaust og 33% kjósenda Bjartrar framtíðar, en könnunin var gerð í lok árs 2016.

Silja segir þessar niðurstöður athyglisverðar, ekki síst í ljósi afstöðu flokkanna sjálfra þegar kemur að NATO:

„Það er ýmislegt sem vekur athygli hér, þ.e. í fyrsta lagi hversu hátt hlutfall Íslendinga er ekki meðvitað um það að Ísland sé, í gegnum aðild sína að Atlantshafsbandalaginu, ekki hlutlaust land. Hins vegar er það, að meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar, sem hefur aldrei véfengt það að sú aðild sé grunnstoð öryggis íslenska ríkisins, taki undir þessa fullyrðingu. Þá vekur athygli að Píratar séu mun nær vinstriflokkunum tveim, en lítið hefur legið fyrir um utanríkisstefnu Pírata hingað til. Það kemur síður á óvart að færri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki undir þessa fullyrðingu, enda eru það flokkarnir sem helst hafa stutt við vestræna samvinnu á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins. Þessi samantekt sýnir að það er áberandi misskilningur meðal almennings um það hvað felst í aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, og gefur ástæðu til að rannsaka betur hvort það sé vegna þess að hugtökunum herleysi og hlutleysi sé blandað saman, eða hvort eitthvað annað liggi þar til grundvallar. Þessi misskilningur getur skap- að stjórnvöldum forsendur til að gera ráðstafanir varðandi hið ólíka mat almennings og stjórnvalda á öryggi Íslands sem kemur fram í svörum við öðrum spurningum í þessari könnun.“

 

Samkvæmt niðurstöðunum eru konur líklegri en karlar til að telja Ísland hlutlaust í hernaðarmálum, eða 47% á móti 42% karla. Alls 52% þeirra sem eru undir þrítugu telja einnig svo vera, en Silja segir að ekki sé hægt að skýra þá tölu með „þekkingarleysi ungu kynslóðarinnar“, því 46% þeirra sem eru yfir 60 ára aldri, og 40% þeirra sem hafa mestu menntunina, halda einnig að Ísland sé hlutlaust í hernaðarmálum.

 

Silja segir að fólk rugli saman hugmyndinni um herlaust land og hlutleysi og kom henni það á óvart hversu víðtækur sá misskilningur er:

„Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að biðja Íslendinga um að taka afstöðu til hlutleysis, en í eigindlegu rannsókninni sem þessar spurningar byggjast á kom oft fram að þátttakendur þar töldu Ísland vera hlutlaust þegar kæmi að hernaðarmálum. Með þessu fylgir ályktunin um að Ísland þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að taka þátt í alþjóðlegum átökum á neinn máta, eða að ríkið njóti verndar vegna þessa meinta hlutleysis. Þá spilar hugmyndin um hlutleysi eflaust einnig þátt í því að fólk telji ólíklegt að Ísland verði skotmark hryðjuverkahópa. Í viðtölunum mátti skynja að þessi (mis)skilningur byggðist á því að fólk blandaði saman herleysi landsins og hugmyndinni um hlutleysi, en til þess að skilja betur hvernig hugmyndir um öryggismál eru mótaðar þarf að hafa skilning á þessari afstöðu. Þrátt fyrir að í kjölfar viðtalanna hafi verið talið nauðsynlegt að kanna hvort þessi skilningur væri almennur meðal Íslendinga, þá kom á óvart hversu almennur hann er.“

 

Könnunin var gerð á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í nóvember og desember 2016. Könnunin var send á allan netpanel Félagsvísindastofnunar, eða 8.247 manns. Í heild svöruðu 4.848 einstaklingar könnuninni að hluta, en margir slepptu því að svara einhverjum spurningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega