fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Smávinir fagrir, foldarskart

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. júní 2018 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru sumarstólstöður í dag. Sumarið er náttúrlega rétt að byrja, en samt fylgir þessu alltaf viss tregi. Dagurinn fer að styttast aftur. Ég dvel suður í Grikklandi, horfi á sólarlagið yfir þorpi sem heitir Ano Meria. Þegar dagurinn er lengstur hverfur sólin bak við hæðirnar klukkan 20.35.

 

 

Sólarlögin hérna eru fjölbreytt og fögur – og svo eru þeir dásamlegir hinir flauelsmjúku litir sem eru yfir hafinu og landinu eftir að sólin er sest. En ég spyr mig auðvitað að því hvort sé þess virði að fórna hinu bjarta íslenska sumri. Ég, eins og flestir landar mínir, veit fátt fegurra en íslenska sumarnótt. Þar blandast inn í minningar um hinar höfugu sumarnætur æskunnar.

Mér skilst reyndar að sé lítið af sólríkum sumarnóttum þessa dagana og þeirra sé varla að vænta í bráð. En ég var norður í landi snemma í mánuðinum og upplifði þá einstaka góðviðrisdaga á Siglufirði. Ók síðan í bæinn og þá varð á vegi mínum þessi tjörn í Skagafirði með ótrúlegu blómskrúði á bakkanum. Alls staðar í kring var grjót og urð, og svo þessi lítríku blóm mitt í grámanum.

 

 

Ekkert er sterkara tákn um hið veikburða íslenska sumar en smáblómin sem vakna, lifa stutt, eru afar viðkvæm, vaxa í urð og á melum, en geta verið fegurri en bómskrúð í frjósömum görðum erlendis. Það er hægt að una lengi við að horfa á þennan viðkvæma gróður, en svo veit maður ekki af fyrr en hann er horfinn.

Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt