fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Sigurður Ingi um netöryggismál: „Getum stórbætt stöðu okkar í þessum málaflokkum með því að sýna metnað, móta skýr stefnu og fylgja henni skipulega og fast eftir“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. júní 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein sameiginleg stefna fyrir fjarskipti, póstmál, netöryggismál og málefni Þjóðskrár Íslands er nú í undirbúningi í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Af því tilefni bauð ráðuneytið til stefnumótunarfundar í dag þar sem saman komu helstu hagsmunaaðilar, framkvæmdaaðilar og samstarfsaðilar ráðuneytisins í þeim málaflokkum sem hin nýja stefna mun ná til, samkvæmt tilkynningu.

Í ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra samgangna- og sveitarstjórnarmála, kom fram að netöryggi á Íslandi væri hægt að stórbæta með því að sýna metnað:

„Nú, – fundargestir góðir, spyr ég, eigum við ekki að yfirfæra reynslu okkar af árangursríkri nálgun á fjarskiptamálin yfir á netöryggismálin, póstmálin og málefni Þjóðskrár Íslands?  Er nokkur ástæða til að ætla annað en við getum stórbætt stöðu okkar í þessum málaflokkum með því að sýna metnað, móta skýr stefnu og fylgja henni skipulega og fast eftir?“

Sigurður Ingi sagði einnig að áskoranirnar framundan væru óljósar, en framundan væri mikið verk þegar kæmi að netöryggi:

„Þau viðfangsefni eða þær áskoranir sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir á næsta áratug eru að mörgu leyti óljósar. Tæknileg umbreyting íslensks samfélags er hér undir, hvorki meira né minna. Fjarskiptin eru grunnurinn sem allt byggir á í fjórðu iðnbyltingunni, í 5g og Interneti hlutanna. Og útbreiðsla og notkun tækninnar er háð því að fólk og fyrirtæki treysti tækninni og því að viðkvæmar upplýsingar  komist ekki í hendur óviðkomandi. Þar kemur netöryggið inn í dæmið. Ráðuneytið hefur verið að undirbúa frumvarp um netöryggismálin sem nú er búið að birta til umsagnar í samráðsgátt ráðuneytanna en mikið verk er framundan við að auka öryggi upplýsinga, ýmissa grunnkerfa samfélagsins og neta. Þessi mál verða eðlis síns vegna að vera í forgangi.“

Í ávarpi ráðherra kom m.a. fram að nú í upphafi kjörtímabilsins séu stefnumótunarverkefni í forgangi og í lok ársins muni liggja fyrir nýjar stefnur í öllum helstu málaflokkum sem undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið heyra. Fram kom að í sumar yrði lögð fram til umsagnar, í samráðsgátt ráðuneytanna, drög að svokallaðri grænbók um fjarskipti, netöryggi, póstmál og málefni Þjóðskrár Íslands. Í henni verða drög að stöðumati, framtíðarsýn og helstu áherslum á viðkomandi sviðum.

Á fundinum, sem haldinn var á Hótel Sögu, var farið yfir stöðumat málaflokkanna fjögurra, sjónarmið stofnana og hagsmunaaðila voru kynnt og gestir á vinnustofunni tóku þátt í hópavinnu. Nú verður unnið úr þeim tillögum sem fram komu á fundinum og lögð lokahönd á grænbókina áður en hún fer í opið samráð. Stefnt er að því að ljúka stefnumótunarvinnunni og leggja þingsályktun um nýja stefnu í málaflokkunum fyrir Alþingi á haustþingi 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“