fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. júní 2018 17:00

Hjörleifur Guttormsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum þingmennirnir Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes, eru meðal þeirra fræðimanna sem fá úthlutað íbúð í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn á næstu misserum. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Í húsinu bjuggu Jón Sigurðsson og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir frá 1852 til 1879. Húsið hefur verið í eigu Alþingis frá 1967, en Carl Sæmundsen stórkaupmaður gaf Alþingi húsið, til minningar um Jón. Þar er nú rekið safn um ævi og störf Jóns, félagsheimili, bókasafn auk þess sem tvær íbúðir eru til afnota fyrir íslenska fræðimenn.

Árið 1970 hófst rekstur í húsinu. Þar er nú félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn, minningarsafn um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu og bókasafn í kjallara hússins.

Einnig hafa Íslendingafélagið, íslenski söfnuðurinn, íslenski skólinn, kórar og margir fleiri aðstöðu í húsinu. Þá er íbúð umsjónarmanns í húsinu, en þar var áður íbúð sendiráðsprests sem gegndi þá jafnframt stöðu umsjónarmanns hússins.

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2018 til ágústloka 2019. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 28 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:

• Eyjólfur Pálsson, til að vinna verkefni um ímynd danskra hönnunarvörumerkja í samanburði við íslensk hönnunarvörumerki;

• Guðbjörg Kristjánsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „The Icelandic Teiknibók. A Late Medieval Model Book“;

• Guðmundur Magnússon, til að vinna verkefni um sögu séra Friðriks;

• Hildur Hákonardóttir, til að vinna að rannsókn á dönskum áhrifum á daglegt líf Íslendinga gegnum biskupsstólana – einkum þó Skálholt – í lúterskum sið í sambandi við bókaskrif um biskupsfrúrnar þar 1543-1805;

• Hjörleifur Guttormsson, til að vinna að rannsókn á stefnu Íslands og annarra Norðurlanda í málefnum Norðurskautsins eins og hún hefur birst á vettvangi Norðurlandaráðs síðasta aldarþriðjung;

• Jóhannes B. Sigtryggsson, til að vinna verkefni um Stöðlun íslenskunnar og Rasmus Kr. Rask;

• Júlíus Sólnes, til að vinna verkefni um áhrif gróðurhúsalofttegunda og hnattrænnar hlýnunar;

• Magnús Gottfreðsson, til að vinna að rannsókn á Spánsku veikinni á Íslandi 1918 og tengsl við fyrri faraldra;

• Margrét Eggertsdóttir, til að vinna að rannsókn á íslenskum pappírshandritum í Kaupmannahöfn

• María J. Gunnarsdóttir, til að vinna að rannsókn á öryggi neysluvatns hjá minni vatnsveitum á Norðurlöndum;

• Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Hrafn A. Harðarson, til að vinna annars vegar að verkefni um ævi og störf íslensk-þýska listamannsins Wilhelms Ernst Beckmann, og hins vegar verkefni sem ber heitið „Dansk-íslenska félagið á tímamótum. Hvert skal haldið?“;

• Soffía Guðný Guðmundsdóttir, til að vinna að verkefni sem ber heitið „Skáldskaparmálið í sögum um Ísland: Vísur í Arons sögu Hjörleifssonar búnar til útgáfu í 4. bindi alþjóðlegrar dróttkvæðaútgáfu (The Skaldic-project)“;

• Stefán Thors, til að vinna verkefni sem nefnist „Uppbygging frístundhúsasvæða og stakra húsa. Hvernig standa Danir að málum?“

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.

 

Jónshús Mynd-https://www.jonshus.dk/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt