fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Elliði Vignisson: „Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum of lítið fyrir þau verðmæti sem voru fyrir hendi í SPV“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. júní 2018 14:58

Elliði Vignisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Elliða Vignissyni, fráfarandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, var Sparisjóður Vestmannaeyja yfirtekinn á undirverði af Landsbankanum árið 2015. Það er niðurstaða dómskvaddra matsmanna að Landsbankinn hafi átt að greiða 483 milljónir fyrir eigið fé SPV. Hinsvegar greiddi Landsbankinn aðeins 332 milljónir fyrir sparisjóðinn og verðmismunurinn því 151 milljón, Landsbankanum í vil, eða 45% af greiddu verði.

„Í matsgerð hinna dómskvöddu matsmanna kemur fram að þeim hafi verið viss vandi á höndum þar sem Landsbankinn veitti ekki fullan aðgang að bókhaldi og afmáði persónugreinanlegar upplýsingar um lántaka. Eftir sem áður telja þeir sig þó geta komist að forsvaranlegri niðurstöðu um mat útlána, þó að óheftur aðgangur hefði styrkt forsendur matsins. Allt að einu, þá liggur fyrir ítarleg matsgerð um það að Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum of lítið fyrir þau verðmæti sem voru fyrir hendi í SPV. Eftir stendur að telja verður sanngjarnt og eðlilegt í ljósi niðurstöðu matsmanna að Landsbankinn greiði stofnfjáreigendum -sem að stóru leyti eru heimilin í Vestmannaeyjum- í samræmi við niðurstöðuna,“

segir í tilkynningu frá Elliða, en hann tekur fram að um sé að ræða sinn síðasta starfsdag sem bæjarstjóra.

 

Tilkynningin í heild sinni:

Sparisjóður Vestmannaeyja var yfirtekinn á undirverði

Eins og þekkt er hefur Vestmannaeyjabær staðið í málarekstri gagnvart Landsbanka Íslanda frá því að bankinn tók yfir rekstur Sparisjóðs Vestmannaeyja sem var þá að stóru leyti í eigu íbúa Vestmannaeyja.  Eftir umtalsverðan þrýsting voru loks skipaðir dómskvaddir matsmenn og nú liggur niðurstaða þeirra fyrir.

 Í stuttu máli er niðurstaða hinna dómskvöddu matasmanna sú að verðmæti eigin fjár SPV hafi verið 483 milljónir króna þegar sjóðurinn var yfirtekinn. Landsbankinn greiddi hinsvegar einungis 332 milljónir fyrir eigið fé SPV þannig að mismunurinn (auðgun Landsbankans á kostnað stofnfjáreigenda) er því 151 milljón kr. eða 45% af greiddu verði.

 Í matsgerð hinna dómskvöddu matsmanna kemur fram að þeim hafi verið viss vandi á höndum þar sem Landsbankinn veitti ekki fullan aðgang að bókhaldi og afmáði persónugreinanlegar upplýsingar um lántaka. Eftir sem áður telja þeir sig þó geta komist að forsvaranlegri niðurstöðu um mat útlána, þó að óheftur aðgangur hefði styrkt forsendur matsins.

 Allt að einu, þá liggur fyrir ítarleg matsgerð um það að Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum of lítið fyrir þau verðmæti sem voru fyrir hendi í SPV.

 Eftir stendur að telja verður sanngjarnt og eðlilegt í ljósi niðurstöðu matsmanna að Landsbankinn greiði stofnfjáreigendum -sem að stóru leyti eru heimilin í Vestmannaeyjum- í samræmi við niðurstöðuna.

 Þar sem undirritaður er á seinasta degi starfs sín sem bæjarstjóri vil ég samhliða þessari tilkynningu þakka fjölmiðlum samstarfið á seinustu 12 árum.  Það er ánægjulegt að seinasta opinbera verki mitt sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sé að tilkynna sigur í máli sem snertir hagsmunagæslu fyrir Vestmannaeyjar og íbúa þar. 

 

Elliði Vignisson

bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus