fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Árshækkun leigu meiri en hækkun íbúðaverðs og launa

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. júní 2018 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% í maí samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Árshækkun leiguverðs, samkvæmt þinglýstum leigusamningum, mælist nú 7,2% og mælist bæði ofar árshækkun íbúðaverðs og launa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði.

Laun hækkuðu um 2,3% í maí sem er mesta hækkunin sem hefur mælst milli mánaða síðan í maí 2017 samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands. En hækkunina í maí 2018 og eins maí 2017 má rekja til samningsbundinna launahækkana á almennum markaði.  Þrátt fyrir það mælist árshækkun launa nú 6,3% sem er um prósentustigi lægra en árshækkun leigu.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli mánaða í maí sem er mesta hækkun sem orðið hefur milli mánaða síðan í maí 2017. Árshækkun íbúðaverðs mælist þó lægri en bæði árshækkun leiguverðs og launa, eða 4,6% sem skýrist af rólegri takti í hækkun íbúðaverðs síðustu mánuði. Athygli vekur að hækkunin í maí á leiguverði, íbúðaverði og launum var í öllum tilfellum ofar meðalhækkuninni milli mánaða frá því að mánaðarlegar mælingar hófust á leiguverði við upphaf árs 2011. Varhugavert er þó að lesa of mikið í einstaka mælingar milli mánaða þar sem þessar stærðir eiga það til að flökta milli mánaða.

Þegar stærðirnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi má sjá að fyrir um tveimur árum síðan fór íbúðaverð að hækka talsvert hraðar en leiguverð og laun en vísbendingar eru um að stærðirnar séu nú í auknum mæli að þróast í takt við hvor aðra. Það misvægi sem varð á milli þróunar fasteigna- og leiguverðs virðist því að nokkru leyti hafa gengið til baka undanfarna mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG