fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

1500 manns boða komu sína á Austurvöll í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. júní 2018 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Klukkan 17:00 fara fram mótmæli á Austurvelli og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Að þessum mótmælum standa engin samtök, einungis hópur fólks sem blöskrar framkoma Bandaríkjanna gagnvart flóttamönnum við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Við erum hópur fólks sem viljum að framkoma gagnvart flóttafólki um heim allan verði bætt, við göngum því fyrir flóttafólk allsstaðar hvort sem það er í Bandaríkjunum, miðausturlöndum eða í Evrópu.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stórum hópi fólks sem krefst þess að aðskilnaður barna og foreldra sé stöðvaður umsvifalaust og komið sé mannúðlega fram við flóttafólk alls staðar í heiminum. Á fundinum mun Þórunn Ólafsdóttir halda ræðu auk fulltrúa frá samtökum erlendra kvenna á Íslandi, framkvæmdastjóra Amnesty á Íslandi. Þá mun Elísabet Jökulsdóttir, Prodhi Manisha, Dóra Magnúsdóttir og fleiri tala um ólík málefni sem snerta á málefnum barna og flóttamanna.

Í tilkynningunni segir enn fremur:

„Við krefjumst þess að framkoma íslenskra, bandarískra og evrópskra stjórnvalda verði þannig að saklausum börnum og fólki verði ekki komið fyrir bakvið gaddavíra. Þess vegna skorum við á Bandaríkin að skrifa undir barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, og þær þjóðir sem skrifað hafa undir eins og Ísland, að virða orð og innihald sáttmálans og vernda börn, ekki vísa þeim frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt