fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Össur um Sósíalista: „Díllinn úr hrossakaupum Sönnu við Sjálfstæðisflokkinn var tæknilega vondur“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. júní 2018 17:11

Össur Skarphéðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar og ráðherra, segir að samningur Sósíalista og Sjálfstæðismanna í minnihluta borgarstjórnar hafa verið Sjálfstæðisflokknum í vil, ekki síst þegar til lengri tíma er litið. Hann segir einnig að „froðufellandi andstyggð“ Gunnars Smári Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokksins, í garð VG og Samfylkingar sýni að hann sé frekar tilbúinn að vinna með Sjálfstæðisflokknum:

„Masterplan Gunnars Smára – sjókort Eyþórs. Díllinn úr hrossakaupum Sönnu við Sjálfstæðisflokkinn var tæknilega vondur – fyrir utan pólitíkina í honum. Leiðtogi Sossanna fékk ekki einu sinni sæti í borgarráði. Eyþór Arnalds hirti öll sæti minnihlutans fyrir sitt lið. Sanna fékk ekkert út á það að gera Eyþóri kleift að geta með sanni sagt að undir hans forystu sé Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara í talsambandi við Sossana, heldur geti samið við þá líka. Sossarnir styrktu með þessu stöðu Eyþórs til skamms tíma – en draga líka upp framtíð sem hjálpar Sjálfstæðisflokknum og sérstaklega Eyþóri til langs tíma. Það er nefnilega rangt hjá Gunnari Smára að út úr þessu megi ekkert lesa um framtíðina. Kosningabandalag Sossanna sýnir að froðufellandi andstyggð stofnanda flokksins á VG og Samfylkingunni er slík að Gunnar Smári vill undir öllum kringumstæðum fremur vinna með Sjálfstæðisflokknum en þeim. Það voru tíðindi gærdagsins. Vitaskuld felst í þessu kosningabandalagi vísir að því sem mun gerast eftir fjögur ár, fari svo að Sjallar og Sossar eigi kost á að vera saman í meirihluta. Það virðist vera masterplan Gunnars Smára. Það er svo kannski söguleg tilviljun að Eyþór fylgir sama sjókorti.“

Gunnar Smári leiðréttir Össur í athugasemdarkerfinu. Hann segir að það hafi verið Samfylkingin, „þitt fólk í ráðhúsinu“, sem breytti reglunum:

„Þetta er alrangt Össur. Það var meirihlutinn sem féll sem breytti samþykktum svo að sósíalistar misstu borgarstjórnarsæti til Sjálfstæðisflokksins. Án þeirra breytinga hefðu sósíalistar átt fyrsta val í samfloti JFM og valið borgarráð. Þitt fólk í Ráðhúsinu breyttu reglunum þannig að ef JFM reyndu að sækja sitt eina sæti (sem sósíalistar fengju) þá misstu hinir flokkarnir áheyrnarfulltrúa þar. Sanna reyndi að fá meirihlutann til að breyta túlkun á lögunum en það gekk eftir, hann stóð vörð um þriðja sæti Sjálfstæðismanna. Þriðji maður Sjálfstæðismanna í borgarráði og skipulags- og samgönguráði er því í boði meirihlutans, en ekki sósíalista. Verði ykkur að góðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus