fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. júní 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfesting í innviðum er meiri á Íslandi samanborið við flest önnur ríki eða um tvöfalt heimsmeðaltal (133% á Íslandi, 70% á heimsvísu). Aðeins Noregur, Japan og Danmörk eru einnig með endurstofnvirði innviða umfram VLF í þessum samanburði.

Þetta kemur í ljós í skýrslu Samtaka iðnaðarins sem gefin var út samhliða Iðnþingi sem ber sömu yfirskrift og þingið: Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfnina. Skýrslan sem er hátt í 100 síður er unnin af starfsfólki Samtaka iðnaðarins. Markmið með útgáfu skýrslunnar er að varpa ljósi á stöðuna, sjá hvernig Ísland stendur í samanburði við önnur ríki og hvaða áskoranir þarf helst að glíma við til þess að bæta samkeppnishæfnina. Skýrslunni er ætlað að vera innlegg í upplýsta umræðu um samkeppnishæfni Íslands.

Þegar endurstofnvirðið er borið saman við íbúaþéttleika má sjá sérstöðu Íslands þegar kemur að fjárfestingarstigi og leiða má líkum að því að arðsemi innviðafjárfestinga á Íslandi verði seint há í alþjóðlegum samanburði. Kemur það m.a. til af því að landið er fámennt og strjálbýlt miðað við önnur lönd. Gangur hagkerfisins hvílir því meira á innviðum en víðast hvar og mikilvægi þeirra að sama skapi meira fyrir efnahagslega velferð. Það má sjá t.d. af núverandi uppsveiflu sem hefur að stórum hluta hvílt á samgönguinnviðum. Forgangsröðun fjárfestinga skiptir því höfuðmáli þegar samkeppnishæfni og framleiðni til framtíðar eru metin. Áætlað er að bætt forgangsröðun innviðafjárfestinga á heimsvísu muni leiða til framleiðniaukningar upp á 1 billjón dollara eða 100 þúsund milljarða króna. Til samanburðar var áætluð framleiðsla heimsins um 75 billjónir dollara á árinu 2016.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn