fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Samantekt á stöðu kynjanna á leigumarkaði í tilefni af kvenréttindadeginum, 19. júní:  Konur neikvæðari gagnvart leigumarkaðnum en karlar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. júní 2018 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur virðast hafa neikvæðari viðhorf í garð leigumarkaðarins en karlar. Þetta sýnir nýleg könnun Íbúðalánasjóðs. Aðspurðar töldu færri konur en karlar það hagstætt að vera á leigumarkaði. Konur töldu einnig síður en karlar að framboð leiguhúsnæðis sé nægt. Fleiri karlar töldu hins vegar að þeir yrðu komnir af leigumarkaði innan sex mánaða í samanburði við konur. Sú staðreynd rímar við niðurstöður könnunarinnar um að fleiri karlar en konur telji sig geta safnað sparifé.

Nýjustu tölur sýna að um 18% þjóðarinnar eru nú á leigumarkaði sem er svipuð staða og mælst hefur síðustu ár og mánuði. 71% þjóðarinnar býr í sínu eigin húsnæði, 11% leigja af einkaaðila, 9% búa í foreldrahúsum, 3% leigja af leigufélagi og 2% leigja námsmannaíbúð. Könnunin var framkvæmd af Zenter og um var að ræða netkönnun meðal könnunarhóps þeirra. Gögnum var safnað frá 23. febrúar til 15. mars. Úrtakið taldi 2.500 einstaklinga, 18 ára og eldri, og svarhlutfallið var 58%.

Fyrir 10 árum síðan, eða undir lok árs 2008 þegar sjóðurinn gerði sambærilega könnun, bjuggu 78% þjóðarinnar í sínu eigin húsnæði og 12% voru á leigumarkaði. Í kjölfar hrunsins jókst hlutfall þeirra sem eru á leigumarkaði og árið 2011 voru 16% á leigumarkaði og 73% áttu heimili sitt. Þær hlutfallstölur hafa lítið breyst síðan þá. Landsmönnum hefur þó fjölgað talsvert síðan 2011 og í byrjun þessa árs voru landsmenn 18 ára og eldri um 270.000 talsins. Ef 18% eru á leigumarkaði telur hann hátt í 50.000 manns. Árið 2011 voru hins vegar tæplega 40.000 manns á leigumarkaði og því hefur hann stækkað talsvert síðastliðinn áratug.

Nýjasta könnun sjóðsins leiddi í ljós sterk tengsl milli búsetuforms og aldurs. Eftir því sem einstaklingar eru eldri því líklegri eru þeir til þess að eiga húsnæði sitt og að sama skapi minnka líkur á því að þeir séu á leigumarkaði. Eftir því sem tekjur einstaklings eru hærri því meiri líkur eru á að viðkomandi búi í eigin húsnæði. Um 65% þeirra sem eru með tekjur á bilinu 200–399 þúsund krónur á mánuði búa í eigin húsnæði samanborið við 85% þeirra sem eru með tekjur á bilinu 600–799 þúsund krónur. Marktækt fleiri eru á leigumarkaði meðal þeirra sem eru með tekjur undir 400.000 kr. á mánuði en meðal þeirra sem eru með tekjur yfir 600.000 kr. á mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna