fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Framkvæmdum við Geirsgötu lýkur í haust

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. júní 2018 20:03

Mynd- reykjavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdum við Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg miðar vel áfram samkvæmt vef Reykjavíkurborgar.  Nú er búið að hleypa umferð á allar fjórar akreinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð.

Umferðin gengur betur fyrir sig, en verður þó áfram hæg um miðborgina á þessu svæði einkum hjá þeim sem eiga leið um Geirsgötu til austurs. Þar er enn aðeins ein akrein, en það stendur til bóta.

„Við byrjum á næstu dögum að ganga frá dúk, snjóbræðslu og gangstéttum sunnan við Geirsgötu. Þeirri vinnu á að ljúka í ágúst og þá verður hægt að opna báðar akreinar Geirsgötunnar til austurs,“

segir Þór Gunnarsson verkefnisstjóri Reykjavíkurborgar.

Lækjargatan milli Hverfisgötu og Geirsgötu verður hins vegar áfram ein akrein í hvora átt fram eftir hausti. „Við förum fljótlega í að endurgera kaflann sem nú er lokaður og að því verki loknu færum við umferðina yfir, en þurfum þá að endurgera akreinarnar tvær sem nú eru notaðar,“ upplýsir Þór.

Í tengslum við breytt umferðarskipulaga voru merkingar á götum og leiðaskilti yfirfarin til að tryggja öryggi vegfarenda. Rétt er að minna á hraðatakmarkanir við framkvæmdasvæðið er 30 km.

Tengt efni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki