fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Byggingariðnaður og mannvirkjagerð vex hraðast – Hægir samt á hjólum efnahagslífsins næstu mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. júní 2018 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins kemur fram að byggingariðnaður og mannvirkjagerð sé sú grein hagkerfisins sem er að vaxa hraðast um þessar mundir. Í heild fjölgaði launþegum í hagkerfinu um 4% á fyrsta ársþriðjungi en á sama tíma fjölgaði launþegum í byggingariðnaði og mannvirkjagerð um tæplega 14%. Í greiningunni segir jafnframt að byggingariðnaður og mannvirkjagerð beri því uppi fjölgun starfa í hagkerfinu að stórum hluta um þessar mundir.

Þá segir að fjárfesting í hagkerfinu hafi aukist um 11,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama ársfjórðungi í fyrra skv. tölum sem Hagstofa Íslands birti. Vöxtinn má að mestu rekja til íbúðafjárfestinga sem jókst um 38% sem er mikill vöxtur. Á sama tíma jókst fjárfesting atvinnuvega um 7,1% og fjárfesting hins opinbera um einungis 2,2%.

Athygli vekur að 40% stjórnenda sem tóku þátt, telja að aðstæður í atvinnulífinu verði verri en nú, eftir sex mánuði. Aðeins 7% þeirra telja að aðstæður batni. Það er sagt  endurspegla viðhorf stjórnenda í hagspám undanfarinna missera, um að það „hægi á hjólum efnahagslífsins.“

Þá telja Samtök atvinnulífsins að hið opinbera eigi að fara á fullt í innviðauppbyggingu og nýta eigi niðursveifluna til að bæta fyrir uppsafnaða þörf á íbúðamarkaði og fjárfestinga sé þörf í vegamálum, umfram það sem nefnt er í fjárlögum.

Greining SI:

• Byggingariðnaður og mannvirkjagerð bera uppi fjölgun starfa í hagkerfinu að stórum hluta um
þessar mundir.
• Að meðaltali voru í hagkerfinu öllu 7.200 fleiri nýir launþegar á vinnumarkaði á fyrsta ársþriðjungi
en á sama ársfjórðungi í fyrra. Tæplega 1.600 þessara nýju starfa voru í byggingariðnaði og
mannvirkjagerð. Merkir þetta að um 22% allra nýrra starfa sem sköpuðust í hagkerfinu á
tímabilinu eru í þessari einu grein. Kemur þetta fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti 12. júní sl.
• Í heild fjölgaði launþegum í hagkerfinu um 4% á fyrsta ársþriðjungi. Á sama tíma fjölgaði
launþegum í byggingariðnaði og mannvirkjagerð um tæplega 14%. Er byggingariðnaður og
mannvirkjagerð sú grein hagkerfisins sem er að vaxa hraðast um þessar mundir.
• Fjárfesting í hagkerfinu jókst um 11,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama ársfjórðungi í fyrra
skv. tölum sem Hagstofa Íslands birti fyrr í þessari viku. Vöxtinn má að mestu rekja til
íbúðafjárfestinga sem jókst um 38% sem er mikill vöxtur. Á sama tíma jókst fjárfesting
atvinnuvega um 7,1% og fjárfesting hins opinbera um einungis 2,2%.
• Ljóst er að íbúðafjárfesting er loks að taka kröftuglega við sér eftir mikla ládeyðu. Er það afar
jákvætt að mati Samtaka iðnaðarins. Umtalsverður skortur á íbúðum hefur verið mikið vandamál
undanfarin ár sem meðal annars hefur komið fram í því að íbúðaverð hefur hækkað langt umfram
laun á síðustu árum og þannig hefur það orðið erfiðara fyrir fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Aukið
framboð nýrra íbúða skapar betra jafnvægi á þessum markaði sem um þessar mundir er sýnilegt
m.a. í verðþróun íbúða undanfarið.
• Væntingar stjórnenda til aðstæðna í atvinnulífinu eftir sex mánuði, sem birtar voru í vikunni, eru
þannig að 40% stjórnenda telja að aðstæður versni á næstu sex mánuðum. Aðeins 7% telja að
þær batni. Stjórnendur áætla að starfsmönnum fjölgi mun hægar á næstunni en undanfarin ár.
Endurspeglar þetta viðhorf stjórnendanna í þeim hagspám sem birtar hafa verið undanfarið þ.e.
að á næstunni muni hægja á hjólum efnahagslífsins.
• Ofangreindar væntingar, spár og hagtölur undirstrika það sem Samtök iðnaðarins hafa haldið
fram undanfarið að nú sé rétti tíminn til að fara í fjárfestingar í innviðum og ekki síst í íbúðum og
vegasamgöngum. Með því er bæði dregið úr þeirri niðursveiflu sem ellegar væri að skapast í
hagkerfinu og byggt undir hagvöxt komandi ára.
• Samtökin hafa sagt að nú sé rétti tíminn til að fara í innviðafjárfestingar að hálfu hins opinbera og
einnig að niðursveifluna eigi að nýta til að vinna upp þá miklu uppsöfnuðu þörf sem myndast
hefur á íbúðamarkaði undanfarin ár. Mikil þörf er t.d. á fjárfestingum á sviði vegamála um þessar
mundir eftir mikið fjársvelti í þeim málaflokki síðustu ár. Í því efni þarf að gera mun betur en nú er
ráðgert bæði í fjárlögum og fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun