fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Borgarmálin byrja með bombu – Meirihlutinn sakaður um að leka trúnaðargögnum : „Ekki fer það vel af stað fyrir Dag og co.“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. júní 2018 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, rökræddi við Líf Magneudóttur, oddvita VG í ræðustól borgarstjórnar í dag, um framtíðarskipan nefnda borgarinnar. Í andsvari virtist sem að Líf hefði talað af sér, er hún þakkaði fyrir að starfa áfram með Mörtu í umhverfismálum.

Marta gerði síðan athugasemd við þetta svar hjá Líf, því minnihlutinn hefði aldrei upplýst meirihlutann um hver yrði fulltrúi þeirra í umhverfs- og heilbrigðisráði. Hún spurði því Líf um hvernig hún vissi af þessum áformum.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, upplýsti að starfsmaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins hefði sent umræddar tillögur til starfsmanns borgarinnar í trúnaði, þar sem meirihlutinn hefði ítrekað krafið minnihlutann um þær. Hann gerði síðan athugasemdir um, að ef gögnin væru ekki trúnaðarmál, hvers vegna hefði minnihlutinn þá ekki verið upplýstur um tillögur meirihlutans.

Dagur B. Eggertsson útskýrði að þessi hefð hefði myndast fyrir slíku verkferli, þegar Gústav Níelsson var tilnefndur í mannréttindaráð á sínum tíma, en tilnefningin vakti mikla gagnrýni.

Marta spurði þá í framhaldinu hvort það vega og meta þyrfti hana sjálfa, sem kjörinn fulltrúa og fór fram á rannsókn á málinu:

 „Hér tal­ar borg­ar­stjóri um það að hér þurfi að vega og meta fólk og þess vegna þurfa upp­lýs­ing­ar að liggja fyr­ir löngu fyr­ir fundi. Þurfti að vega og meta mig sem er með kjör­bréf sem kjör­inn borg­ar­full­trúi? Er það kannski bara geðþótta­ákvörðun borg­ar­stjór­ans hverju sinni hverj­ir eru vegn­ir og metn­ir? Rík­ir hér jafn­ræði? Nei það rík­ir ekki jafn­ræði hér í þess­um sal. Hér hafa gögn legið fyr­ir, hér hafa sum­ir haft aðgengi að þess­um gögn­um og aðrir ekki.“

Spurningum minnihlutans um hver hefði lekið þessum upplýsingum var ekki svarað. Líf svaraði því til að henni hefði borist þetta til eyrna frammi á göngum í einkasamtali, en vildi ekki gefa upp heimildarmann sinn.

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, sagði að þennan trúnaðarbrest þyrfti að rannsaka og sagði síðan á Facebook að upp hefði komist um leka á fyrsta fundi borgarstjórnar:

„Ekki fer það vel af stað fyrir Dag og co.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG