fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Greinaskrif sendiherra um Grikkland, ESB og sameiginlegt erfðaefni – mölbrotið lögmál framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaði

Egill Helgason
Mánudaginn 18. júní 2018 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirleitt veit maður ekkert hverjir eru sendiherrar erlendra ríkja á Íslandi. En stundum taka þeir sig til og skrifa greinar í blöð – vilja verða sýnilegir. Líklega gera þeir þetta vegna fyrirmæla að heiman. Þannig ritaði sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Michael Mann, furðulega grein í blöð í vor þar sem hann mærði stefnu ESB í Grikklandi og sagði að allt væri þar á uppleið. Raunin er sú að mörg hundruð þúsund af efnilegustu ungmennum Grikklands hafa flúið land undanfarin ár. Það á enn að fara að lækka eftirlaun gamla fólksins sem eftir situr,

Björgunaráætlun Evrópusambandsins fyrir Grikkland á að ljúka í ágúst. Þegar eru hafnar deilur um þessi meintu verklok. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir að ekki sé hægt að klára dæmið án þess að skera niður skuldabyrði Grikkja. AGS vill ekki taka þátt nema það sé gert. En á þetta mega Þjóðverjar sem ráða ferðinni í Evrópusambandinu ekki heyra minnst.

Grein sendiherrans er í raun móðgun við alla sem þekkja ástandið í Grikklandi af eigin raun.

Annar sendiherra skrifar grein í dag – hún birtist í Mogganum. Þetta er sendiherra Breta. Greinin nefnist Ísland er hluti af framtíð Bretlands. Sendiherrann mærir vináttu Íslands og Bretlands, minnist ekki á þorskastríð eða Icesave, og kemur svo með einhverja undarlega samsuðu um að þjóðirnar „deili erfðaefni“. Látum vera hvað það er smekklegt.

Hins vegar er athyglisvert að sjá þessa framsetningu á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu:

Við vilj­um ekki að fyr­ir­tæki inn­an ESB verði fyr­ir hindr­un­um í viðskipt­um við Bret­land – enga nýja tolla né tak­mark­an­ir. Einnig vilj­um við ekki að rann­sókna- eða ör­ygg­is­sam­starf verði fyr­ir hindr­un­um. Ekki held­ur vilj­um við að nám eða heim­sókn­ir á milli Bret­lands og ESB verði fyr­ir hindr­un­um. Við hvetj­um ESB til að vera skap­andi og djarft í að ná sam­komu­lagi í þágu borg­ara sinna og fyr­ir­tækja.

Eru það ekki Bretar sem eru að ganga úr ESB – eða er það öfugt? Er ESB að ganga úr Bretlandi? Þetta er frekar vandræðalegt.

Það má staldra við annan punkt í greininni og hann hefur skírskotun langt út fyrir Bretland og ESB. Sendiherrann segir að atvinnuleysi hafi aldrei verið jafn lítið í Bretlandi.

Örugglega er hægt að matreiða tölur til að staðfesta þetta. En bak við þær eru gríðarlegar breytingar á vinnumarkaði, alþýðu manna í óhag. Það er hark-hagkerfið. Í grein á vefnum Business Insider má lesa þá kenningu að lögmál framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaði sé í raun hrunið. Þannig er mjög lítið atvinnuleysi bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Slíkt ætti að þýða að kjör launafólks ættu að batna – launin ættu að hækka.

En svo er ekki. Ástæðan er hark-hagkerfið. Fólk ræður sig í timabundna vinnu með lítil sem engin réttindi. Það er á mörkum þess að geta séð fyrir sér með vinnunni, öryggið er ekkert, lífeyrissjóðurinn ekki til. Gerviverktaka heitir þetta á íslensku. Með þessu er tryggt að launafólk fær sífellt minni hluta af þjóðarkökunni; fjármagnseigendur og stóratvinnurekendur geta deilt og drottnað og taka sífellt meira til sín. Þrátt fyrir uppgang í hagkerfinu fara launin lækkandi. Í stað atvinnuleysisins fjölgar harkstörfunum og ójöfnuður eykst.

Höfundur greinarinnar, Jim Edwards, segir svo í greininni að við ættum í raun að sameinast öll og syngja Dylanlagið, I ‘aint Gonna Work on Maggie’s Farm.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG