fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Brynjar bakkar með ummæli sín um Pál Magnússon: „Þetta var bara viðhorf mitt almennt.“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. júní 2018 10:05

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um vesenið á kollega sínum Páli Magnússyni á föstudag, þar sem hann sagði að sem þingmaður flokksins, hefði Páll átt að styðja Sjálfstæðisflokkinn, en „ekki einhvern klofning út úr honum,“ í aðdraganda sveitastjórnarkosninga.

Nú virðist Brynjar ætla að bakka með þessi ummæli, þar sem hann segir að skilja hefði mátt á orðum hans að Páll hefði stutt klofningsframboðið Fyrir Heimaey. Svo hafi hinsvegar ekki verið, líkt og Páll sagði sjálfur í frægri yfirlýsingu.

Brynjar ítrekar þó að honum finnist sem að Páll hefði átt að styðja Sjálfstæðisflokkinn:

 „Haft var eftir mér í Fréttablaðinu á föstudag að „ef þú ert þingmaður flokksins þá styður þú flokkinn en ekki einhvern klofning úr honum“. Mátti skilja þessi orð mín samkvæmt umfjöllun blaðsins svo að ég hafi verið að halda því fram að Páll Magnússon hafi stutt klofningsframboðið í Eyjum. Svo var ekki enda hafði það komið skýrt fram hjá Páli að hann lýsti ekki yfir stuðningi við annað hvort framboðið. Þetta var bara viðhorf mitt almennt. Það breytir hins vegar ekki þeirri skoðun minni að Páll Magnússon, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti í suðurkjördæmi, hefði átt að lýsa yfir stuðningi við þann flokk í sveitarstjórnarkosningum í Eyjum og annars staðar. Hann hefur hins vegar skýrt út og rökstudd af hverju hann gerði það ekki og ég virði þau sjónarmið þótt ósammála sé.“

Athygli vekur að Brynjar segir að um sitt viðhorf hafi verið að ræða, að Páll hafi stutt klofningsframboðið, þó svo hann hefði ekki gert það með opinberum hætti. Það er sennilega mergurinn málsins, að ærandi þögn Páls í garð Sjálfstæðisflokksins var af mörgum næg staðfesting á því að leynt og ljóst, aðallega leynt, styddi hann Írisi Róbertsdóttur, þar sem honum hugnaðist ekki vinnubrögð Elliða Vignissonar, fyrrum bæjarstjóra, sem kaus gegn því að fara í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í byrjun árs, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Það varð til þess að flokkurinn klofnaði og Íris Róbertsdóttir er nú bæjarstjóri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins