fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur ætlar að gefa Hannesi fálkaorðuna sína

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 16. júní 2018 15:13

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, sagði eftir 1-1 „sigur“ Íslands gegn Argentínu á HM í dag, að ef Hannes Halldórsson, markvörður liðsins, sem og liðið allt fengi ekki fálkaorðuna við næstu úthlutun, myndi hann gefa honum sína eigin. Sigmundur hlaut sína fálkaorðu þann 25. desember 2014, sem forsætisráðherra.

Sigmundur hafði lofað Hannesi þessu eftir Evrópukeppnina 2016, en landsliðið hefur þó ekki fengið fálkaorðuna ennþá. Víst er þó að Hannes mun fá sína frá Sigmundi, en hann varði vítaspyrnu frá Messi í leiknum og átti nokkrar frábærar vörslur:

„Stórkostlegur 1-1 sigur! Dreymdi 1-1 en þorði ekki að trúa því. Eftir Evrópukeppnina lofaði ég að láta Hannes hafa fálkaorðuna mína ef hann fengi hana ekki á Bessastöðum. Ef hann og strákarnir fá hana ekki við næstu úthlutun afhendi ég næsta dag. Þetta er algjörlega ótrúlegt afrek!“

 

Stig Fálka­orðunn­ar eru fimm tals­ins en fyrsta stig orðunn­ar er ridd­ara­kross­inn og flest­ir orðuþegar eru sæmd­ir hon­um. Annað stigið er stór­ridd­ara­kross, síðan stór­ridd­ara­kross með stjörnu og loks stór­kross. Æðsta stig orðunn­ar er keðja ásamt stór­kross­stjörnu en hana bera ein­ung­is þjóðhöfðingj­ar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus