fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Messi í messi – stórkostleg stund fyrir Halldórsson og barnabörn hans

Egill Helgason
Laugardaginn 16. júní 2018 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hægt að vera með alls konar leiðinlegar fyrirsagnir núna: Ýmis tilbrigði við argentínska nautið og íslenska lambið. Og – Messi í messi. Maður getur eiginlega varla staðist mátið að nota hana. Frægasti íþróttamaður heims lætur íslenska markvörðinn verja frá sér víti. Markvörðurinn er kvikmyndagerðarmaður – spilar með Randers í Danmörku.

Barney Ronay, blaðamaður Guardian, sem var á leiknum á Spartakvellinum í Moskvu, lýsir þessu vel í grein þar sem hann fer mjög lofsamlegum orðum um íslenska liðið:

Þetta var alveg stórkostleg stund fyrir Halldórsson, sem leikstýrði fyrir sex árum framlagi Íslands í Evróvisjón-keppninni, en hefur nú varið víti frá Messi fyrir framan nokkur hundruð milljón áhorfendur, að maður nefni ekki barnabörnin sem hann eignast í framtíðinni, barnabarnabörnin og hvern sem á eftir að hitta hann næstu sextíu árin og hefur opna YouTube rás.

En það er oft dálítið skrítinn tónn í ensku pressunni. Englendingar hafa heldur ekki alveg komist yfir að hafa tapað fyrir Íslendingum á EM fyrir tveimur árum. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Phil Neville spáði því í gær að Messi myndi skora fjögur mörk á móti Íslandi.

 

 

Argentína er mesta fótboltaþjóð heims ásamt Brasiliu, Ítalíu, Þýskalandi, Spáni og Frakklandi. Íslenska liðið hefur unnið tvær aðrar stórþjóðir fótboltans á undanförnum tveimur árum, Holland og England. Einhvers staðar sá ég sagt frá því að aðalstjörnurnar, Messi og Ronaldo hefðu samanlagt átt nokkra tugi skota á íslenskt mark án þess að skora. Það er frægt hvað Ronaldo var fúll eftir jafnteflið gegn Íslandi í St. Etienne í Frakklandi fyrir tveimur árum.

BBC birtir þessa sögu frá því í dag – þarna á Hannes eitrað tilsvar þegar hann er spurður um fögnuðinn eftir leikinn.

 

 

Auðvitað fagna Íslendingar. Sigurinn verður vegna samheldni, áræðni, vinnusemi og mjög yfirvegaðrar afstöðu til verkefnisins. Þessa eiginleika sá maður varla hjá Argentínumönnunum. Í liði þeirra úir og grúir af stórstjörnum. Liklega kæmist enginn af íslensku leikmönnunum í argentínska liðið. Allir íslensku leikmennirnir lagðir saman myndu ekki vera verðlagðir á nema brot af því sem Messi kostar.

Sjálfur átti ég erfitt með að horfa á þetta. Þetta er ekki gott fyrir heilsuna. Reyndar blossuðu upp kjarreldar hér á grísku eyjunni þar sem ég dvel fyrr í dag. Ég hef verið að horfa á þyrlu sækja vatn út á sjó til að reyna að slökkva bálið. Dáist satt að segja að flugmönnunum.

 

https://www.youtube.com/watch?v=eAJ53fIH4Qg

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?