fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Umhverfis- og Náttúrustofnun amast við tófuljósmyndara á Hornströndum: „Mikilvægt að gestir svæðisins gefi dýrunum frið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. júní 2018 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu, vegna fréttar mbl.is í dag um ljósmyndara sem myndaði tófu á Hornströndum. Að mati stofnananna er ástæða til að minna á að tófan sé friðuð og mögulega hafi tófan fundist sér ógnað af viðveru ljósmyndarans, sem elti tófuna uppi og lá í tvo tíma til að ná myndinni.

Þá eru gefin ýmis ráð um hvernig skal umgangast tófur.

 

Tilkynningin í heild sinni:

 

Vegna fréttar um tófu í friðlandi

Vegna fréttar sem birtist í vefmiðli Morgunblaðsins þann 15. júní sl. undir fyrirsögninni “Elti uppi tófu og lá í tvo tíma” vilja Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands koma eftirfarandi á framfæri:

Innan friðlandsins á Hornströndum er tófan friðuð og mikilvægt að gestir svæðisins gefi dýrunum frið, sérstaklega við greni á grenjatímum. Rannsóknir hafa verið framkvæmdar innan Hornstranda á áhrifum ferðamanna á refi. Benda niðurstöður þeirra rannsókna til að vaxandi áhugi ferðamanna á að skoða og mynda yrðlinga á greni geti haft neikvæð áhrif.  Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að foreldrar eyða minni tíma í fæðuöflun og fæðugjafir yrðlinga þar sem ferðamenn hafa greiðan aðgang að grenjum þeirra.

Myndin sem birtist með fréttinni sýnir læðu flytja yrðing yfir á, en með því er hún að færa sig og yrðinganna á milli grenja. Þetta gera refir gjarnan, telji þeir sér ógnað. Má leiða að því líkur að sá flutningur hafi átt sér stað vegna þeirra truflunar sem hún varð fyrir er hún var elt uppi.

Náttúrufræðistofnun Íslands, Melrakkasetur Íslands og Umhverfisstofnun hafa sett fram leiðbeiningar um refaskoðun. Óskað er eftir að ferðafólk á Hornströndum fari að þeim. Áður en haldið er á refaslóðir er mælt með að gestir kynni sér lífshætti villtra refa. Það má t.d. gera með því að heimsækja Melrakkasetur Íslands. Mikilvægt er að þekkja þarfir dýranna og átta sig á því að þau þurfa næði til að geta sinnt eigin þörfum og afkvæma sinna. Vegna þess hve óðulin á Hornströndum eru lítil og stutt í næstu nágranna er lítið svigrúm fyrir dýrin til að fara annað til að leita öryggis, finna fæðu og vernda afkvæmi sín.

Fyrir utan að kynna sér og virða almennar reglur um umgengni við náttúru og dýralíf er mikilvægt að hafa í huga eftirfarandi:

* Sýnið tillitssemi, verið þolinmóð. Farið helst ekki fara nær ref eða greni en 40 metra.

* Reynið að takmarka þann tíma sem þið eruð í nágrenni við dýrin eða grenið við 20 mínútur.

* Ef þið sjáið ref sem ykkur langar að fylgjast með, er besta leiðin að halda kyrru fyrir og fylgjast með úr fjarlægð. Ef þið eruð hljóð og forðist óþarfa hreyfingar er ekki ólíklegt að dýrið komi sjálft til ykkar, svo fremi sem það finni sig öruggt.

* Ef þið þurfið að fara framhjá greni, gangið rösklega en hljóðlega og ekki staldra við fyrr en í a.m.k. 40m fjarlægð frá greninu. Ef þið eruð í hópi er best að halda saman og lágmarka þann tíma sem það tekur að fara framhjá greninu.

* Forðist að fara á milli foreldra og afkvæma og gefið pláss til að dýrin geti komist leiðar sinnar.

* Ef dýrin sýna merki um óöryggi eða hræðslu, færið ykkur fjær eða yfirgefið staðinn.

* Þó dýrin virðist róleg og spök er ekki víst að þau séu sátt. Nærvera fólks getur komið í veg fyrir að foreldrar sinni yrðlingum og þeir fá ekki næga næringu.

* Nauðsynlegt er að dýrin fái frið til að afla fæðu og sinna afkvæmum, t.d. milli kl. 19:00 og 9:00.

* Hundar koma í veg fyrir að ferðamenn geti skoðað refi í náttúrulegum heimkynnum. Ólíklegt er að refir sjáist þegar hundur er á ferð og í nokkurn tíma eftir að hundurinn er farinn. Ef þið eruð með hund, hafið hann í taumi og komið í veg fyrir að hann geti farið að refagreni.

* Refagreni eru friðuð með lögum: “Skylt er að ganga vel um greni og ber að skilja við það eins og komið var að því. Óheimilt er að eyðileggja greni. Ekki má láta hunda hlaupa um á greni á grenjatíma né hafa þar óþarfa umgang.“ (lög nr. 64/1994, reglugerð nr. 437/1995).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki