fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Meirihlutinn lagði fram málefnasamning í Kópavogi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. júní 2018 14:00

Mynd: Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefnasamningur nýs meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í gær. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum er að unnið verður að stefnumótun í mennta- og ferðamálum, framboð á félagslegu húsnæði verður aukið og rekstrarfyrirkomulag þess endurskoðað, starfsumhverfi kennara og starfsfólks í leik- og grunnskólum bætt, þá verður áhersla á flokkun sorps og vistvæna orkugjafa í umhverfismálum. Þá er lögð áhersla á að nýjungar í tæknilausnum verði notaðar til að bæta stjórnsýsluna og aðra þjónustu við Kópavogsbúa, samkvæmt tilkynningu.

Lögð verður áhersla á heilsueflingu eldri borgara. Í efri byggðum verður opnuð lestrar- og menningarmiðstöð en þá verður umhverfi Hamraborgarsvæðisins bætt. Skattar og gjöld verða lækkuð, skilvirkni stjórnsýslu aukin og skuldir bæjarsjóðs lækkaðar.

„Málefnasamningurinn er ítarlegur og kannski fyrst og fremst verkefnalisti fyrir komandi kjörtímabil þar sem leitast er við að bæta þjónustu við íbúana. Sérstök áhersla er lögð á leik- og grunnskólana um leið og mikið er lagt upp úr snjallvæðingu stjórnsýslunnar og annarrar þjónustu,“

segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs.

„Í málefnasamningnum er lögð sérstök áhersla á málefni eldri borgara og metnað í þeim málaflokki. Ég er mjög ánægður með áherslur í skólamálunum og einnig þær áherslur sem snúa að íþróttum og tómstundum barna í Kópavogi,“

segir Birkir Jón Jónsson formaður bæjarráðs Kópavogs og oddviti Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs.

Málefnasamningurinn skiptist í níu hluta: Skóla- og menntamál, eldri borgara, velferðarmál, íþrótta- og æskulýðsmál, umhverfismál, samgöngur, skipulagsmál, rekstur- og stjórnsýslu og skemmtilegri bær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn