fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Framsókn er lunkin í pólitík – og staða Sigurðar Inga styrkist

Egill Helgason
Föstudaginn 15. júní 2018 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er merkileg niðurstaða og sýnir hvað Framsóknarmenn eru lunknir í pólitík. Þeir komu reyndar ekki manni inn í borgarstjórnina í Reykjavík, en enginn flokkur nær að vera með í fleiri meirihlutum í hinum stærri bæjarfélögum.

Framsókn tekur sæti í meirihluta í Kópavogi, Hafnarfirði, á Akureyri, Akranesi, Fjarðarbyggð, Árborg og Reykjanesbæ. Í sjö bæjum alls af tólf stærstu.

Þetta gerist þrátt fyrir að Miðflokkurinn hafi unnið góðan sigur í kosningunum, klofningur út úr Framsóknarflokknum, sem sótti hvarvetna hart að Maddömunni – eins og Framsókn hefur stundum verið kölluð.

Sjálfstæðisflokkurinn skipti meira að segja Framsókn inn bæði í Hafnarfirði og Kópavogi. Það sýnir náttúrlega hvílíkir gagnvegir eru milli þessara flokka.

Menn hafa talið sig finna samhljóm með Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum, en þrátt fyrir það ætla þessir flokkar hvergi að starfa saman í bæjarstjórn. Miðflokkurinn fer hins vegar í samstarf með Samfylkingunni og Framsóknarflokknum í Árborg.

Framsóknarflokkurinn er í ríkisstjórn og þar líkar honum lífið ekki siður vel. Hann staðsetur sig á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, í miðið, eins og honum hentar vel. Fylgið hefur oft verið meira, en hvað varðar áhrif og völd er þetta er allt að koma miklu betur út fyrir Sigurð Inga Jóhannsson en útlit var fyrir þegar Sigmundur Davíð klauf Framsóknarflokkinn.

Hafi staða Sigurðar Inga verið tæp um tíma, þá er hún það ekki núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“