fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Guðni horfir á landsleikinn á Hrafnseyri – Forsetafrúin fer til Moskvu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. júní 2018 16:26

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Mynd-forseti.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi, samkvæmt tilkynningu.

Forseti mun jafnframt sækja hátíðarguðsþjónustu í Hrafnseyrarkirkju, vera viðstaddur frumflutning á tónverkinu Blakta eftir Halldór Smárason tónskáld sem kvartettinn Siggi frumflytur og leggja blómsveig að minningarsteini Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Þá mun forseti ásamt öðrum gestum fylgjast með leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Moskvu sem varpað verður á tjald. Eftir landsleikinn mun forseti flytja ávarp við upphaf Háskólahátíðar á Hrafnseyri kl. 15:00 þar sem meistaranemendur í Haf- og strandsvæðastjórnun verða útskrifaðir. Námið er samvinnuverkefni milli Háskólaseturs Vestfjarða og Háskólans á Akureyri.

Forseti mun sigla til Hrafnseyrar frá Reykjavík með varðskipinu Þór og verður lagt af stað síðdegis föstudaginn 15. júní. Heimför er ráðgerð að kvöldi 16. júní.

Þann 16. júní verður Eliza Reid forsetafrú í Moskvu og verður viðstödd landsleik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.

 

Ríkisstjórn Íslands ákvað að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja, um að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi, vegna efnavopnaárásar Rússa í Salisbury í Englandi.

Hinsvegar hefur forsetaembættinu borist um tuttugu áskoranir, bæði skriflega og í símtölum, um að forsetinn standi með sinni þjóð og fari til Rússlands, samkvæmt Fréttablaðinu.

Virðist forsetinn ætla að verða við þeirri áskorun með því að senda betri helming sinn til Moskvu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt