fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skýtur á Björn Leví vegna gamalla ummæla – Eiga þau ekki við nú ?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. júní 2018 14:01

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, komst í hann krappann á Twitter í gær. Er hann sagður hafa orðið fyrir einskonar rökfræðilegu rothöggi Katrínar Atladóttur, nýkjörnum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Forsaga málsins er sú, að nýr borgarmeirihluti Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna, hefur ekki meirihluta atkvæða á bak við sig, þegar úrslit borgarstjórnarkosninganna eru skoðuð. Þegar atkvæðafjöldi framboðanna sem mynda minnihlutann eru lögð saman má sjá að alls 28,028 atkvæði féllu honum í skaut, en minnihlutinn fékk 27,328.

Svipað var uppi á teningnum í alþingiskosningunum árið 2016. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn, þó svo flokkarnir hefðu minnihluta atkvæða á bakvið sig, eða 88.434 gegn 90,299 atkvæðum minnihlutans.

Af því  tilefni sagði Björn Leví þann 29. mars í fyrra, að slíkt fyrirkomulag væri ekki mjög „lýðræðislegt“ og hann vildi sjálfur ekki vera í stjórn sem nyti ekki stuðnings meirihluta kjósenda:

„Það er nákvæmlega eins og við værum í fótboltaleik og liðið sem skoraði færri mörk myndi vinna. Það er það sem ég kalla ekki mjög lýðræðislegt og ekki mjög íþróttamannslegt. Ég skil ekki að fólk hafi siðferðilega getað kvittað undir það að fara í meirihlutasamstarf ekki með lýðræðislegan meiri hluta á bak við þá ákvörðun. Ég skil það ekki. Ég hef áhyggjur af því siðferði, satt best að segja. Ég sé að sumir glotta, ég skil ekki af hverju. Mér finnst það ekkert fyndið, mér finnst það dauðans alvara eins og var talað um hér áðan. Já, þetta er niðurstaða samkvæmt þeim lögum sem við höfum, en ég er líka að gera þetta sérstaklega til þess að benda á að lögin eru gölluð, þau eiga ekki að geta leitt til þessarar niðurstöðu. Það er það einfalt. Ég vil ekki vera í stjórnarmeirihluta þar sem ekki er stuðningur meiri hluta kjósenda.“

Nú er svo komið að Píratar sitja einmitt í slíkum meirihluta, í borgarstjórn Reykjavíkur. Katrín Atladóttir benti á þessi ummæli Björns á Twitter og spurði Björn hvað honum fyndist um siðferði síns fólks í hinum nýja meirihluta.

Björn svaraði:

„Af tveimur slæmum kostum, þetta eða setja xd í valdastól þá er valið auðvelt. Það er nefnilega til verri kostur sko. Lagið siðferði flokksins og þá breytist sú afstaða.“

Katrín spurði þá á móti:

„Ókei þannig siðferðið þarna snérist að því að XD var í umræddum meirihluta? Af hverju sagðirðu það þá ekki frekar en að láta líta út fyrir að þetta snérist um fjölda atkvæða?“

Þessu svaraði Björn svona:

„Þetta snýst tvímælalaust um fjölda atkvæða, talningakerfið sem er skekkt en svo, sem ég tók ekki tillit til í þessu, hvort það væri verri kostur mögulegur. Það kom mér í alvörunni á óvart að svo væri.“

Þá benti Katrín á eftirfarandi ummæli Björns í grein sem birtist í Kvennablaðinu í janúar 2017:

„Meirihlutaræði er ekkert endilega sanngjarnt en minnihlutaræði er það bara alls ekki. Aldrei.“

Erfitt gæti reynst fyrir hinar silfruðustu tungur að snúa sér úr slíkri klemmu. Björn bætti þó við:

„Það er afdráttarlaust. Ég hef ekki tekið það aftur né gengið í slíkt samstarf. Ég hef líka sagt að ef ég fengi að velja þegar hinn kosturinn er xd við völd þá vil ég síður xd við völd. Er þetta óskýrt eða illskiljanlegt?“

Hvort skoðun Björns, um að minnihlutaræði sé ósanngjarnt, sé algild innan borgarstjórnarflokks Pírata er ekki vitað, en alltént virðast þau Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúar Pírata, ætla að sitja sem fastast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna