fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Vinstri græn vandræði

Egill Helgason
Föstudaginn 1. júní 2018 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri græn eru í heldur erfiðri stöðu. Þau töpuðu stórt í kosningunum á laugardaginn – eru taparar kosninganna. Til vinstra við þá er kominn upp rótttækur vinstri flokkur sem vill ekki gera neinar málamiðlanir. Sósíalistar urðu stærri en VG í höfuðborginni. Sigrar í litlum sveitarfélögum úti á landi vega ekki upp á móti þessu, þótt heyra mætti það á talsmönnum VG. Teikn eru á lofti um að seta í ríkisstjórn gæti stórlaskað VG.

Örfáum dögum eftir kosningarnar eru þingmenn VG svo settir í þá stöðu að mæla fyrir lækkun auðlindagjalds á Alþingi. Þetta er lagt á atvinnuveganefnd, þar sem Lilja Rafney Magnúsdóttir,  þingmaður VG vestan af fjörðum, er formaður, er þó augljóslega að undirlagi ríkisstjórnarinnar. Hefði kannski verið nær er Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mælt fyrir frumvarpinu – báðir úr Sjálfstæðisflokki.

Það er ekki að efa að staðan í útgerðinni er lakari en hefur verið undanfarin ár. Raunar er það svo að veiðigjaldið leggst misþungt á fyrirtækin eftir stærð þeirra og stöðu. Þar hefur Lilja Rafney mikið til síns máls – og samþjöppun í sjávarútvegi er vandamál.

En það er lika svo að útflutningsgreinarnar á Íslandi eru í vandræðum, það er langt í frá bundið við sjávarútveginn. Þar er stærsti áhrifavaldurinn gengi krónunnar. Það má helst ekki ræða innan stjórnarflokkanna, því viðhorf þeirra er að krónan sé besti hugsanlegi gjaldmiðill. Það er jú alltaf hægt að fella hana þegar allt er í óefni komið – eins og svo oft í íslenskri hagstjórn.

Hér má benda á fróðlega grein sem Ole Anton Bieltved skrifar í Fréttablaðið í dag, hann byrjar að leggja út af hópuppsögnum í prentsmiðjunni Odda en fjallar svo um „uppdópað krónugengi“ og tengingu þess við hina háu vexti í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna