fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Vilja þeir stríð við Íran?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. maí 2018 23:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fjölskyldan vorum að ræða leiðtoga helstu stórvelda. Veltum fyrir okkur í sambandi við þá hvort væri betra að vera illa innrættur og heimskur eða illa innrættur og klár. Það er álitamál.

En slit Donalds Trumps á kjarnorkuvopnasamningnum við Írak er einhver vitlausasti og tilgangslausasti gjörningur í alþjóðapólítík seinni ára. Getur það verið rétt sem Magnús Þorkell Bernharðsson segir að Ísrael og Bandaríkin séu að undirbúa hernað gegn Íran? Magnús var sannspár um Íraksstríðið á sínum tíma – mesta afleik 21. aldarinnar.

Það voru upprunalega Evrópusambandsríki sem hófu samningaumleitanir til að hefta kjarnorkuáætlun Írana. Síðar kom Barack Obama um borð. Samningurinn sem gerður var 2015 kveður á um að Íranir skuli hætta tilraunum til að koma sér upp kjarnorkuvopnum, þeir lúta alþjóðlegu eftirliti – og þrátt fyrir stóryrði Trumps og Netanyahus eru engin merki um að Íran sé að svíkja samkomulagið.

Á móti fengu Íranir aftur að taka þátt í alþjóðaviðskiptum. Þeir fóru meðal annars að kaupa flugvélar af Airbus og Boeing. Bæði fyrirtækin munu tapa stórfé á refsiaðgerðunum sem Trump boðar.

Leiðtogar ESB ríkja hafa gert hvað þeir geta til að bjarga samningnum. Þeir hafa farið í leiðangra til Washington. Þau hafa öll reynt, Merkel, Macron og May. Bretar eru á sama máli og Evrópusambandsríkin – sem undirstrikar enn einu sinni hvað það er vandræðaleg staða fyrir bresku stjórnina að ætla að færa sig burt frá Evrópu og nær Bandaríkjunum, á tíma þegar menn eins og Trump og John Bolton ráða ríkjum í Hvíta húsinu. Trump hótar refsingum gagnvart fyrirtækjum sem stunda viðskipti við Íran – líka evrópskum fyrirtækjum.

Bandaríkin eru hinum megin við Atlantsála. Það mun ekki koma neitt sérstaklega nærri þeim þótt enn sé öllu hleypt í bál og brand í Miðausturlöndum. Þau hafa gert það áður. Bandaríkjastjórn getur þá haldið áfram að réttlæta sín fáránlega háu útgjöld til hermála. En þetta er næsti bær við Evrópu – stríð í Miðausturlöndum hafa bein áhrif hjá okkur eins og ráða má af flóttamannastraumnum frá Sýrlandi sem setti allt á annan endan í evrópskri pólitík.

Kannski var hann bara forsmekkurinn að því sem koma skal? Enn er grafið undan hinu langvinna samstarfi Evrópu og Bandaríkjanna í varnarmálum. Gæti verið hætta á því að það bresti endanlega?

Stefna Bandaríkjanna í þessum heimshluta er náttúrlega þannig að vekur ekkert traust. Og það er alvarlegt mál, að stærsta heimsveldið skuli rúið trausti á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn standa með ríkjum sem jafn galin og hið hryllilega klerkaveldi í Íran – Saudi-Arabíu sem stendur fyrir hræðilegri fjöldaútrýmingu í Jemen og stóð að baki bæði Al-Queda og ISIS og Ísrael sem er eina ríkið á svæðinu sem á kjarnorkuvopn og er í óða önn að stela landi annarrar þjóðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega