fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sjálfstæðisflokkur í vandræðum – Sósíalistar eiga séns

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. maí 2018 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru talsverð tíðindi í skoðanakönnun Fréttablaðsins um borgarstjórnarkosningarnar sem birtist í dag. Uppslátturinn er Afgerandi forysta Samfylkingar. Hún er langstærst í könnuninni með 30,5 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað miklu frá síðustu könnun Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn var með 28 prósent í könnun Fréttablaðsins fyrir mánuði en mælist nú með 22,4 prósent. Staðan virðist heldur erfið fyrir Eyþór Arnalds, en Sjálfstæðisflokkurinn er í óða önn að hringja í kjósendur – þeir hafa öflugt símaver og reyna að ná í sem flesta Reykvíkinga í síma. Virkar það?

Hugsanlega toppaði Eyþór of snemma?

Af öllum nýju framboðunum virðist Sósíalistaflokkurinn vera sá eini sem nær í gegn. Hann mælist með 3,1 prósent og á samkvæmt því góða möguleika á að ná inn borgarfulltrúa sem yrði þá Sanna Magdalena Mörtudóttir. Flokkur fólksins gæti átt möguleika líka.

Framsóknarflokkurinn er heillum horfinn með aðeins 2,5 prósenta fylgi. Flokkurinn er í skrítinni stöðu, fyrrverandi þingmaður hans, Vigdís Hauksdóttir leiðir lista Miðflokksins sem gæti fengið tvo borgarfulltrúa ef marka má könnunina. Og Sveinbjörg Birna Sveinbjarnardóttir, borgarfulltrúi Framsóknar á kjörtímabilinu sem er að ljúka, er komin með sitt eigið framboð undir heitinu Borgin okkar – Reykjavík. Framsóknarflokkurinn sem bauð fram í síðustu kosningum er semsagt í þremur hlutum. Hann setti fyrsta sætið flugmanninn Ingvar Jónsson – en einhvern veginn er ekkert verið að tala um flugvallarmálið í kosningabaráttunni.

Þess er svo að geta að ósamræmi er milli þessarar könnunar og könnunar Gallup sem birtist fyrr í vikunni. Umræðan um það hefur áður farið fram, en Fréttablaðið gerir símakannanir með einu áhlaupi meðan Gallup mælir á netinu yfir langan tíma. Það vekur til dæmis athygli að Píratar eru með 14 prósenta fylgi hjá Gallup en aðeins 7,5 prósent í Fréttablaðinu. Þannig að óvissan er talsverð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega