fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Borgarstjórastóllinn fjarlægist Dag, Sósíalistar vilja ekki vera með – nýr samkvæmisleikur, hver sest í stólinn?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. maí 2018 00:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sósíalistaflokkurinn lýsir því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í myndun meirihluta í borginni. Það er að sumu leyti skiljanlegt, nýr flokkur, sem vill setja fram aðra sýn en hinir flokkarnir – það gæti orðið varasamt fyrir hann að taka þátt í meirihlutasamstarfi þar sem rödd hans heyrist varla.

Það eru líka afar litlar líkur á að hægt sé að leysa húsnæðisvandann í borginni með einhverjum bráðaaðgerðum – hvað þá að borgarstjórnin verði tilbúin að hækka kaup alls láglaunafólksins sem vinnur hjá borginni.

Þá er úti um framtíðarsýn Guðmundar Harðar sem lét sig dreyma um það í grein í Stundinni að Sósíalistar og Flokkur fólksins gengju til liðs við Samfylkingu, Pírata og Vinstri græn í meirihluta um „vinstri velferðarmál“. Það er reyndar spurning hvort Flokkur fólksins er til vinstri, Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi FF, starfaði áður í Sjálfstæðisflokknum og var á framboðslistum hans.

Úr því Sósíalistarnir vilja ekki vera með er tæplega hægt að mynda meirihluta án þess að Viðreisn komi þar að.

En líkurnar á að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri virðast fara minnkandi. Fylgi hans minnkaði óþægilega mikið í kosningunum – reyndar miðað við furðu stóran kosningasigur sem hann vann 2014. En hann hefur verið geysilega áberandi sem borgarstjóri og hinir flokkarnir varla komist að.

Þetta truflaði Bjarta framtíð ekki neitt, hún var hvort sem er að hætta, Dagur hafði líka blessun Jóns Gnarr,  og ekki heldur Píratana sem líður vel í samstarfi við Samfylkinguna – þessir flokkar eiga fjarskalega vel saman. En Vinstri græn upplifa það núna þannig, eftir ósigurinn í kosningunum, að þau hafi þurft að standa í skugganum af Degi.

Og það er spurning hvað Viðreisn vill.  Á sunnudag fór af stað furðuleg kjaftasaga um að þeir vildu gera Benedikt Jóhannesson, stofnanda flokksins, að borgarstjóra. Það stenst varla – Benedikt er fallisti úr síðustu þingkosningum, var settur af sem formaður flokksins, og hefur þótt vera hinn mesti rati í almannatengslum. Það væri kannski aðeins of stór sárabót að gera hann að borgarstjóra.

Nú heyrir maður vangaveltur um að sökum þess að hlutfall kvenna er hátt í borgarstjórninni sé eðlilegt að borgarstjórinn verði kona. Ég rakst á grein þar sem voru sett fram nöfn Höllu Tómasdóttur og Rögnu Árnadóttur. Þær eru gjarnan nefndar þegar eitthvað svona kemur upp, Halla bauð sig náttúrlega fram sem forseti og Ragna var orðuð við forsetaframboð á sínum tima.

Það er hins vegar ekki vitað að þær hafi sérstaklega gefið borgarmálunum gaum. Það getur líka verið býsna strembið að ætla að setjast sem ópólitískur borgarstjóri og þurfa að sætta sjónarmið fjögurra mismunandi flokka – sem eru misjafnlega hrifnir af því að maður hafi yfirleitt verið settur í djobbið. Í því sambandi minni ég á greinina um Egil Skúla Ingibergsson sem birtist hér á vefnum fyrr í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins