fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Voru þetta aðkomuunglingar úr Garðabænum?

Egill Helgason
Mánudaginn 28. maí 2018 23:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á netinu gengur ljósum logum gamall fréttaþáttur, 60 Minutes, sem hinn frægi fréttamaður Dan Rather gerði á Íslandi 1976. Þátturinn gengur aðallega út á að sýna að í landinu búi fjarskalega einsleit þjóð við talsvert fásinni.

Í einum hluta þáttarins er fjallað um dansleik fyrir krakka á skólalóð, eins og segir í þættinum. Er tekið til þess að unglingarnir megi ekki drekka bjór og því staupi þeir sig á sterku áfengi. Ungmennin sjást þarna súpandi á flöskum með brennivíni.

Þetta er samt ekki alveg nákvæmt. Dansleikur þessi var á 17. júní 1976. Þá höfðu borgaryfirvöld gefist upp á því að halda dansskemmtanir í Miðbænum að kvöldi þjóðhátíðardagins. Fylleríið þótti vera óstjórnlegt, og því var gripið til þess ráðs að færa böllin á lóðir skólanna í borginni. Þetta gaf ekkert sérlega góða raun heldur, aðallega vegna þess að samkomurnar við skólana þóttu frekar leiðinlegar og reyndust vera fámennar.

En téður dansleikur er við Melaskólann. Þaarna er Pétur Kristjánsson með hljómsveit sem leikur fyrir dansi, líklega Paradís. Pétur gat alltaf haldið uppi stuði – en ég man ekki hvernig það var þetta kvöld.

Ég er nefnilega nokkurn veginn viss um að ég hafi verið í Melaskólaportinu þetta kvöld, þótt ég sjáist ekki á mynd. Sem betur fer. Ég var sextán ára. Man þó ekki til þess að hafa verið fullur. Var ekki skóli daginn eftir?  Bandarísku kvikmyndagerðarmennirnir hafa fundið þarna ranglandi fulla unglinga.

Það er samt svo skrítið að þótt ég hafi átt heima í hverfinu og þótt þetta sé minn aldurshópur, þá kannast ég ekki við einn einasta mann á þessum myndum.

Ég og ágæt bekkjarsystir mín vorum að velta þessu fyrir okkur á netinu áðan. Hún sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir nákvæma skoðun að þetta væru krakkar úr Garðabænum – semsagt aðkomuunglingar.

En það verður að hrósa bandarísku sjónvarpsmönnunum fyrir að ná glæsilegustu andstæðum þessara ára á Íslandi. Annars vegar fullum unglingum og hins konum í þjóðbúningi.

Annars er þetta Ísland sem maður ólst upp í – selja blöð, Keflavíkurganga, biðröð í ríkinu, símaskráin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn