fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Alls 26 meirihlutar fallnir – 26 héldu velli

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 27. maí 2018 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 26 meirihlutar féllu á landinu öllu í nýyfirstöðnum kosningum. Á Akranesi misstu Sjálfstæðismenn meirihlutann, en samstarfsflokkur þeirra, Björt framtíð, bauð ekki fram í ár og misstu Sjálfstæðismenn einn bæjarfulltrúa. RÚV tók þetta saman þegar niðurstöður lágu fyrir í nær öllum kjördæmum.

Í Árborg misstu Sjálfstæðismenn einnig meirihlutann, fóru úr fimm í fjóra.

Sjálfgefið var að meirihlutinn félli í Ásahreppi, þar sem ný framboð komu í stað þeirra fyrri. Sama má segja um Djúpavogshrepp, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hvalfjarðarsveit og Mýrdalshrepp.

Í Borgarbyggð féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, báðir misstu mann. Á miðju kjörtímabili slitnaði uppúr samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Í Fjallabyggð var Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem bauð fram frá síðustu kosningum., en hann var í samstarfi með Jafnaðarmönnum í Fjallabyggð. Betri Fjallabyggð bauð fram nú og fékk 2 menn, sem og Fyrir heildina. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 3.

Í Fjarðarbyggð féll meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar, báðir töpuðu manni til Fjarðarlistans annarsvegar og Miðflokksins hinsvegar.

Meirihluti Sjálfstæðismanna og Lista Grindvíkinga féll í Grindavík, Listi Grindavíkur féll úr bæjarstjórn.

Í Grundafjarðarbæ féll meirihluti Samstöðu og Sjálfstæðisflokkurinn náði meirihluta.

Björt framtíð bauð ekki fram í Hafnarfirði og meirihlutinn með Sjálfstæðisflokknum því sjálffallinn.

Í Húnavatnshreppi missti Listi framtíðar sinn meirihluta og Nýtt afl tapaði sínum meirihluta í Húnaþingi vestra.

Fyrir vestan missti Í-listinn meirihluta sinn á Ísafirði, missti mann til Framsóknarflokksins, sem fékk tvo menn inn. Í-listinn fékk 4 og Sjálfstæðismenn fengu 3.

VG missti mann í Norðurþingi og féll því meirihlutasamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn.
Í Rangárþingi eystra misstu Framsóknarmenn og aðrir framfarasinnar sinn meirihluta, misstu sinn fjórða mann í sjö manna sveitastjórn.

Þá féll meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking, VG og Píratar nutu ekki skjóls BF þar sem hún bauð ekki fram. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 8 fulltrúa og Samfylking fékk 7. VIðreisn er í oddastöðu með sína tvo fulltrúa.

Meirihluti Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar og óháðra féll í Reykjanesbæ, en allir áttu tvo fulltrúa. Bein leið og frjálst afl misstu bæði mann, meðan Samfylking bætti við sig einum.

Á Seyðisfirði misstu bæði Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn mann og þar með meirihlutann. Seyðisfjarðarlistinn var sigurvegarinn þar eystra, fékk fjóra fulltrúa af sjö, bættu við sig tveimur.

Á Hornafirði náði Framsókn meirihluta og felldi meirihluta Sjálfstæðisflokks og 3. framboðsins.

Í Ölfusi varð afturför hjá Framfarasinnum, er þeir náðu ekki að halda meirihluta sínum, þar sem hann fór yfir til Sjálfstæðisflokksins.

Í Vestmannaeyjum missti Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta sinn, í fyrsta skipti í 16 ár. Munaði aðeins sex atkvæðum. Klofningsframboðið Fyrir Heimey fékk 3 menn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn og Eyjalistinn fékk tvo. Bæjarstjórinn Elliði Vignisson, sem var í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins, komst því ekki inn í bæjarstjórn, eftir 12 ár á valdastóli.

Í Vesturbyggð fékk Sjálfstæðisflokkurinn mótframboð eftir einsetu síðasta kjörtímabil. Ný sýn felldi meirihlutann.

Á Vogum við Vatnsleysuströnd missti Listi fólksins þrjá af fjórum fulltrúum. E-listinn náði meirihluta, sem var nýr listi.

Meirihlutinn hélt velli í 26 sveitafélögum:
Akureyri, Bláskógabyggð, Blönduós, Bolungarvík, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fljótsdalshérað, Flóahreppur, Garðabær, Hörgársveit, Hrunamannahreppur, Hveragerði, Kópavogur, Langanesbyggð, Mosfellsbær, Rangárþing ytra, Seltjarnarnes, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Skútustaðahreppur, Snæfellsbær, Stykkishólmur, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Vopnafjarðarhreppur, Þingeyjarsveit.

Sandgerði og Garður er nýtt sveitarfélag en þar verður myndaður fyrsti meirihlutinn á næstunni , auk þess sem velja þarf nafn á sveitafélagið.

Þá var kosið milli íbúa í nítján sveitarfélögum þar sem engir listar voru í framboði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun