fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Segir fréttamann RÚV hafa brotið siðareglur – Heimtar afsögn

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 26. maí 2018 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skrifar opið bréf til Einars Þorsteinssonar, fréttamanns RÚV, á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er spurning Einars til Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins, um fjármála- og rekstrarsögu Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda og forvígismanns flokksins.

Gunnar Smári kallaði Einar „drullusokk“ fyrir frammistöðu sína, en Einar svaraði fyrir sig á Eyjunni fyrr í dag og sagði sem var, að það væri hlutverk spyrla í pólitískum umræðuþætti að spyrja krefjandi spurninga.

 

Kári Stefánsson blandar sér í umræðuna með færslu sinni, hvar hann segir það erfitt að virðast „gáfaður“ eða „kúl“, eða hvort tveggja, það hafi einnig hent hann sjálfan:

„Það er manni stundum erfitt að hemja sig, látið mig vita það. Það er sérstaklega erfitt þegar mann langar til þess að virðast gáfaður eða kúl eða hvort tveggja. Þá fara hlutirnir gjarnan norður og niður. Ég er sjálfur sífellt að lenda í þessu. Einar, ég held að það sé nákvæmlega þetta sem henti þig í kosningasjónvarpinu á föstudaginn þegar þú hjólaðir í hana Sönnu. Þess utan gleymdirðu boðorðinu hans Clint Eastwood, að maður verður að þekkja takmörk sín. Þegar maður gerir það velur maður sér andstæðing við hæfi en ekki einhvern sem flengir mann í beinni útsendingu.“

Þá segir Kári að Einar hafi gerst sekur um mistök:

„Í þessum samskiptum þínum við Sönnu urðu þér á nokkur mistök. Í fyrsta lagi að gefa það í skyn að það væri óeðlilegt að launafólk treysti Sósíalistaflokknum af því að Gunnar Smári væri formaður hans, sem hann er ekki. Í annan stað að það væri ekki hægt að treysta flokknum af því Gunnar Smári hefði stofnað hann. Hann var bara einn af mörgum sem stofnaði hann. Í þriðja lagi gafstu það í skyn að Sanna væri ekki leiðtogi Sósíalistaflokksins í kosningunum, sem er hreinn dónaskapur við þann skelegga stjórnmálamann sem hún er og lyktar af kvenfyrirlitningu. Í fjórða lagi staðhæfðir þú að Gunnar Smári hafi svikið launafólk oftar en einu sinni, sem er óásættanleg ásökun í beinni útsendingu þar sem honum gafst ekki tækifæri til þess að svara fyrir hana. Í fimmta lagi, þegar þarna var komið sögu og þú varst farinn að velja úr einn stjórnmálaflokk, þar sem í leiðtogahópnum er maður sem hefur lent í því að fyrirtækið hans fór á hausinn, bar þér skylda til þess að láta áhorfendur vita að þú varst einu sinni formaður Týs, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Vitneskjan um það var nauðsynleg til þess að áhorfendur hefðu tækifæri til þess að mynda sér skynsamlega skoðun á því hvers vegna þú beindir ekki máli þínu að svipuðum sögum annarra sem stóðu fyrir framan þig og höfðu lent í því að fyrirtæki sem þeir komu að lentu í óleysanlegum vanda.“

Kári segir að Einar hafi gerst sekur um að brjóta siðareglur heilbrigðrar blaðamennsku:

„Það er ljóst að í samskiptum þínum við Sönnu braustu allar siðareglur heilbrigðrar blaðamennsku, jafnt skrifaðar sem óskrifaðar. Hvernig væri réttast að þú brigðist við því? Menn í þinni stétt hneikslast oft á því að íslenskir ráðherrar skuli aldrei segja af sér þegar þeim verður þannig á í messunni að kollegar þeirra í útlöndum myndu gera slíkt í hvelli. Eitt er víst að blaðamaður við erlenda sjónvarpsstöð sem gerðist uppvís að svona ósóma myndi flýta sér að segja upp þannig að hann yrði ekki rekinn áður. Sem sagt, nú hefur þú tækifæri til þess að sýna okkur hinum hvernig raunverulegir karlmenn haga sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus