fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Mega kosningar vera leiðinlegar – eða eru þær kannski ekkert leiðinlegar?

Egill Helgason
Laugardaginn 26. maí 2018 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið kvartað undan því að kosningarnar séu leiðinlegar og kosningabaráttan dauf. „Leiðinlegasta kosningabarátta sem ég hef upplifað held ég.“ „Hver nennir að tala um leikskóla og húsnæðisvanda?“  „Ég hef aldrei upplifað jafn óáhugaverðar kosningar um ævina,

Þetta eru orð sem falla í grein sem lesa má á Vísi.

En svo má spyrja, er ekki allt í lagi að kosningarnar séu leiðinlegar? Þegar kemur að sveitarstjórnamálum eru flestir mjög sammála í. Það einkennir þessar kosningar. Félagslegar áherslur eru mjög áberandi. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn talar um skort á leiguhúsnæði – hvar er þá séreignastefnan?

Boðaður er ókeypis leikskóli, ókeypis skólamáltíðir – sumt af því er kannski ekki framkvæmmanlegt, en það fer enginn flokkur að mótmæla slíku. Loforð um að lækka útsvar verða heldur hjárænuleg innan um öll félagslegu boðin.

Voru borgarstjórnarkosningar skemmtilegri – eða betri – á árunum þegar Sjálfstæðisflokkurinn sigraði í hvert einasta sinn og valtaði yfir vinstri flokkana? Eða þegar R-listinn og Ingibjörg Sólrún lögðu Sjálfstæðisflokkinn í duftið hvað eftir annað? Kjörsóknin var miklu meiri á þeim árum, en aðrir flokkar komust varla að.

Þetta var á árum kalda stríðsins eða þegar við vorum að sigla út úr því – flokkadrættirnir voru miklu harðari og flokkshollustan meiri. Og Sjálfstæðisflokkurinn hvikaði ekki frá séreignastefnunni.

Pólitíkin er allt öðruvísi nú. Umræðurnar snúast meira um verkefni sveitastjórna sem flestir eru sammála um. Þetta eru skólar, leikskólar, hreint umhverfi  – það er ekki grundvöllur fyrir því að kollvarpa neinu með byltingarkenndum hugmyndum eða slagorðum.

Það að vera ósammála um hvort vegur eða gatnamót eigi að liggja hér eða þar er ekki ágreiningur af pólitískum toga, heldur einungis spurning um tæknilega útfærslu.

Í Fréttablaðinu má lesa að 3.481 Íslendingur sé í framboði í kosningunum. Það er há tala. Eitt prósent þjóðarinnar. Flest þetta fólk býður sig fram til starfa í sínum bæ eða sveitarfélagi af góðum hug. Það vill sinna mikilvægu starfi, ber fæst mikið úr býtum fyrir það.

Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi viðskiptaráðherra, skrifar á vegg sinn á Facebook:

Leiðinlegar? Er ekki frekar hægt að fagna því að það hefur verið tekist á tiltölulega málefnalega og án skítkasts (svona að mestu)? Nafnlausu hóparnir sem ötuðu andstæðinga auri í stórum stíl fyrir alþingiskosningarnar virðast blessunarlega horfnir. Fjáraustur í auglýsingar virðist ekki jafngegndarlaus og oft áður. Enginn virðist ætla að kynda undir útlendingahatri eða öðrum sambærilegum óþverra, eða tilraunir til þess ná a.m.k. engu flugi. Fjöldi frambærilegs fólks hefur áhuga á að komast í sína sveitarstjórn og virðist hafa margt til málanna að leggja. Á þetta ekki bara að vera svona? Er ekki ágætt að geta farið í kjörklefann án þess að vera með óbragð í munninum eftir kosningabaráttuna?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG