fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kosningar 2018 – Talning tvö í Reykjavík – Meirihlutinn manni frá meirihluta

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 26. maí 2018 01:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfært 00.55

Sjálfstæðisflokkurinn hélt velli á Seltjarnarnesi, þrátt fyrir tvö klofningsframboð. Hann hlaut 46,2 % atkvæða, sem er lakasta niðurstaða flokksins frá upphafi.

Hann heldur fjórum fulltrúum samkvæmt fyrstu tölum. Samfylking heldur tveimur bæjarfulltrúum, líkt og N-listi/Viðreisn.

Uppfært 00.47

Uppfært 00:36

Uppfært 00.31

Loka tölur hafa borist frá Ísafirði. Í-listinn, sem var með 5 fulltrúa meirihluta, er fallinn.

Talin atkvæði eru alls 2024.

Framsókn-440 atkv – 2 menn

Sjálfstæðisflokkur- 679 atkv- 3 menn

Í-listinn 843 atkv- 4 menn

 

Uppfært 00:15

Uppfært 23.50

Meirihlutinn er fallinn á Ísafirði.

Framsókn-410 atkv- 2 menn

Sjálfstæðisflokkur- 570 atkv- 3 menn

Í-listinn 760 atkv – 4 menn

Auðir 40

 

Uppfært 23.40

Alls 9235 atkvæði hafa verið talin í Reykjavík. Samkvæmt þeim er meirihlutinn fallinn.

Viðreisn er í lykilstöðu, getur myndað meirihluta til hægri eða vinstri.

Hér að neðan má sjá atkvæðafjölda, prósentu og fjölda fulltrúa:

Samfylkingin-2346-25,88% – 7
Sjálfstæðisflokkurinn- 2693-29,7% -8
Píratar -632-6,97% – 1
Vinstri græn -712- 7,85% -2
Miðflokkurinn-539-5,95% -1
Framsókn- 278-3,1% -0
Viðreisn- 698-7,7%-2
Sósíalistaflokkurinn-550-6,07% -1
Alþýðufylkingin -21-0,23% – 0
Borgin okkar Reykjavík-34-0,38% -0
Flokkur fólksins-399-4,40% – 1
Frelsisflokkurinn-15-0,17% – 0
Höfuðborgarlistinn-40-0,44% -0
Íslenska þjóðfylkingin -19-0,21%-0
Karlalistinn -24-0,26% -0
Kvennahreyfingin-66-0,73% -0

Auðir 69

Uppfært 23:23

 

Uppfært 23:15

 

Uppfært 22.50

-Kjörsókn í Reykjavík klukkan 22 var 59.1%

Á sama tíma árið 2014 var kjörsóknin 54,11%

Árið 2010 var hún 66,05%

Uppfært 22:46

Í Kópavogi heldur meirihlutinn samkvæmt fyrstu tölum.

Sjálfstæðisflokkurinn fær 5 menn

BF/Viðreisn fær tvo menn

Samfylking fær tvo menn

Framsókn fær einn mann

Píratar fá einn mann

Vinstri grænir missa sinn eina mann.

Uppfært 22:45

Meirihlutinn í Reykjanesbæ er fallinn miðað við fyrstu tölur.

Meirihlutinn samanstendur af Samfylkingu, Beinni leið og Frjálsu afli

Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði, 23,6% og 3 menn.

Samfylkingin fékk 20,3% og 3 menn.

Framsókn 13,9% og 2 menn.

Bein leið 13% og 1 mann

Miðflokkur 12% og einn mann.

Frjálst af 8,6% og einn mann.

Hvorki Píratar né Vinstri græn ná manni inn.

Þórólfur Júlían Dagsson Pírati er næstur inn á kostnað þriðja manns Samfylkingarinnar.

Búið er að telja 3.599 atkvæði og á kjörskrá eru 11.400

 

Uppfært 22:35

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, og 5. maður á lista Sjálfstæðisflokksins, kemst ekki í bæjarstjórn miðað við fyrstu tölur, en talin hafa verið 1677 atkvæði.

Sjálfstæðisflokkur – 754 atkvæði, 45,61%
Eyjalistinn – 341 atkvæði, 20,63%
Fyrir Heimaey – 558 atkvæði, 33,76%

Þeir sem eru inni eru :

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Sjálfstæðisflokki
Íris Róbertsdóttir, Fyrir Heimaey
Helga Kristín Kolbeins, Sjálfstæðisflokki
Njáll Ragnarsson, Eyjalista
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Fyrir Heimaey
Trausti Hjaltason, Sjálfstæðisflokki
Eyþór Harðarson, Sjálfstæðisflokki.

 

Næstur inn er Elís Jónsson, frambjóðandi Fyrir Heimaey. Hann vantar átta atkvæði upp á að ná fjórða manni Sjálfstæðisflokksins út.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, er úti samkvæmt fyrstu tölum og vantar  642 atkvæði til þess að komast inn sem fimmti maður Sjálfstæðisflokksins

 

 

Uppfært 21.15

-Kjörsókn í Reykjavík klukkan 21 var 55,63%

Á sama tíma árið 2014 var kjörsóknin 51,53%

Árið 2010 var hún 64,54%

 

-Kjörsókn í Reykjavík klukkan 20 var 53,19%

Á sama tíma árið 2014 var kjörsóknin 48,62%

Árið 2010 var hún 62,88%

 

-Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn og bæjarstjórann Elliða Vignisson í Vestmannaeyjum. Það er vegna þess að hann er talinn styðja klofningsframboðið Fyrir Heimaey, sem Íris Róbertsdóttir leiðir. Nú hafa einhverjir prakkarar í Eyjum, hugsanlega Sjálfstæðismenn, gert svokallað Hitler myndband um  málið. Notaður er myndbútur úr þýsku kvikmyndinni Der Untergang og nýr texti settur inn, sem fjallar um dramatíkina í Eyjum, en þar er allt sagt á suðupunkti.

 

-Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Jóhannssonar, formanns Miðflokksins og nýráðinn framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, er greinilega einn af mörgum sem fylgist með knattspyrnu.

Nú er hálfleikur í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid etja kappi. Það helsta markverða sem gerst hefur er að aðalstjarna Liverpool, Mohamed Salah, þurfti að fara meiddur af velli eftir viðskipti sín við hinn eitilharða varnarmann madridarliðsins, Sergio Ramos.


-Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar, þarf að komast í Ölfus til að kjósa. Getur einhver skutlað henni ?

 

 

-Kjörsókn í Reykjavík klukkan 19 var 50,75%

Á sama tíma árið 2014 var kjörsóknin 45,02%

Árið 2010 var hún 59,89%

-Nú klukkan 19 höfðu 12,083 kosið í Kópavogi, sem gerir 46,9% kjörsókn.

 

-Kjörsókn hefur aukist frameftir degi. Hún er heldur meiri í Reykjavík en á sama tíma árið 2014, en lakari víðast annarsstaðar.

Í Kópavogi höfðu 9421 kosið klukkan 17 eða 36.5% miðað við 42,4% fyrir fjórum árum.

Svipað er uppi á teningnum í Hafnarfirði, þar höfðu 6917 kosið klukkan 17, eða 33,3%

Í Mosfellsbæ höfðu 2904 kosið af 7467 klukkan 17 eða 38%

Í Reykjanesbæ höfðu 3590 kosið klukkan 17 eða 31,58%

Á Akureyri höfðu 5433 kosið klukkan 17 eða 39,65% Fyrir fjórum árum höfðu 48% kosið á sama tíma.

Á Selfossi höfðu 48,79% kosið klukkan 18, sem er svipað og á sama tíma fyrir fjórum árum, eða 49,8%

 

-Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og textaséni, gerði grín að stærð kjörseðilsins:

-Kjörsókn í Reykjavík klukkan 18 var 44,99%

Á sama tíma árið 2014 var kjörsóknin 39,74%

Árið 2010 var hún 52,59%

-Alls 6046 manns höfðu kosið í Kópavogi klukkan 15, eða 23,4%

Kjörsókn fór hægt af stað, svo hægt að mönnum leist ekki á blikuna. Kippur kom í kjörsóknina síðdegis.

Á sama tíma árið 2014 var kjörsóknin 22,9%

 

-Kjörsókn í Hafnarfirði er hinsvegar dræm. 4461 höfðu kosið klukkan 15, eða 21,5%

Árið 2014 höfðu 25,5% Hafnfirðinga á kjörskrá kosið á sama tíma.

 

-Á Akureyri virðist kjörsókn sú sama og fyrir fjórum árum. Þar höfðu 3831 kosið klukkan 15, sem gera 28%

Alls 27.5% höfðu kosið á sama tíma árið 2014.

 

-Í Vesturbyggð höfðu um 42% íbúa á kjörskrá kosið klukkan 16 í dag, eða 292 af 698 manns.

Alls höfðu 23,100 kosið í Reykjavík klukkan 15, tæplega 26% á kjörskrá.

 

-Pírötum fannst Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti þeirra í Reykjavík, standa sig vel í kappræðunum á RÚV í gærkvöldi. Einhverjum fannst þá Líf Magneudóttir ekki komast vel frá spurningunni hvað VG vilji gera fyrir bílaeigendur:

 

Bergsteinn Sigurðarson, sem sér um Menninguna hjá RÚV, deildi því á Twitter hvernig stemmningin sé hjá honum á kjördag:

 

-Kjörsókn í Reykjavík klukkan 16 var 32,2%

Á sama tíma árið 2014 var kjörsóknin 29,79%

Árið 2010 var hún 37,1%

 

-25,65% reykvíkinga hafa kosið nú klukkan 15. Á sama tíma árið 2014 höfðu 24,07% kosið og árið 2010 höfðu 30,34% kosið.

-Mjófirðingar hafa allir kosið og var kjörstað lokað klukkan 14. Þrettán eru á kjörskrá og höfðu ellefu kosið, eða um 85%

Alls 28 höfðu kosið í Árneshreppi klukkan 14. Alls 46 manns eru á kjörskrá, en 18 íbúar vöktu mikla athygli fyrir flutning lögheimilis síns í hreppinn. Þjóðskrá úrskurðaði að fella niður 16 skráningar úr gildi sem sveitastjórnin staðfesti.

 

-Kjörsóknvar 19,28% klukkan 14 í dag í Reykjavík. Fyrir fjórum árum var kjörsókn 17,8% á sama tíma.

Í Reykjanesbæ höfðu 1.562 kosið klukkan 14 og kjörsókn mældist 13,71%.

Klukkan 14 höfðu um 3234 kjósendur kosið í Hafnarfirði og kjörsókn því 15,57%.

Í Kópavogi kusu 4.201 fyrir klukkan 14  kjörsókn var þá 16,3%.

Kjörsókn klukkan 14 var 21,54% á Akureyri en var 20,70% árið 2014.

 

-Alls 19,28%  Reykvíkinga höfðu kosið klukkan 14. Sem fyrr er kjörsókn aðeins meiri nú en á sama tíma árið 2014, sem var 17,8% Árið 2010 var hún þó ívið meiri, eða 2246%

-Brauðtertur eru órjúfanlegur hluti af íslensku þjóðinni. Við fengum mynd af einni slíkri að vestan, þar sem svangir Sjálfstæðismenn munu gæða sér á hágæða majonesi í tilefni dagsins.

 

-Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er liðtæk í eldhúsinu og  bakar pönnukökur á kosningavakt Vinstri grænna, líkt og sjá má á þessari mynd sem hún setti á Twitter.

-Kjörsókn hefur verið lakari víðsvegar um landið en árið 2014, nema í Reykjavík.

Í Kópavogi höfðu 2906 kjósendur kosið klukkan 13, eða 11.3%

Í Hafnarfirði höfðu 2194 kosið klukkan 13, eða 10,56% Á sama tíma árið 2014 var kjörsókn 13.5%

Í Reykjanesbæ var kjörsókn 8,88% klukkan 13, en á sama tíma árið 2014 var hún 11,91%

Á Akureyri var kjörsókn 14,89% klukkan 13, en 14,54% árið 2014.

 

Kosningaþátttaka í sveitastjórnarkosningum hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 1994 var hún 86,6 prósent, en árið 2014 var hún komin niður í 66,5 prósent yfir landið allt.

Svipuð þróun hefur átt sér stað í borginni.

Í borgarstjórnarkosningum árið 2014 var kjörsókn alls 62,6 prósent. Árið 2010 var hún 73,4 prósent og 2006 var hún 77 prósent. Árið 2002 var kosningaþátttaka 83,9 prósent og 1998 var hún 82,7 prósent. Árið 1994 var sett metþátttaka, eða 88,8 prósent, þegar Reykjavíkurlistinn felldi Sjálfstæðisflokkinn.

 

-Kjörsókn í Reykjavík var 13,1% klukkan 13. Á sama tíma árið 2014 var kjörsóknin 12,09% og árið 2010 var hún 15,55%

Fréttir berast af lítilli kjörsókn í vesturbænum. Það gæti komið Sjálfstæðisflokknum vel.

– Framboðin taka upp á ýmsu til að afla atkvæða. Við fengum þessa mynd senda af Sjálfstæðismönnum sem voru fyrir utan Krónuna í Grafarholti í gær og gáfu fjölnota innkaupapoka merkta flokknum.

Lesendur eru hvattir til að senda okkur myndir og fréttir tengdar kjördeginum á frett@dv.is eða eyjan@eyjan.is.

 

Kjörsókn klukkan 12 var 8,57% Það er örlítið meiri kjörsókn en á sama tíma í kosningunum 2014, sem var 7,88% Hún er samt minni en árið 2010, þá var hún 10,41%

-Bubbi Morthens og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri áttu í skoðanaskiptum á Twitter í morgun. Bubbi sagði að Dagur og félagar hefðu komið í veg fyrir að ljósleiðari yrði lagður í Kjósina, hvar Bubbi býr. Hótaði Bubbi að senda pósta vikulega til þess að minna á þetta.

Dagur svaraði því til að úr þessu yrði leyst. Kannski er þetta fullseint í rassinn gripið með kosningaloforð hjá Degi, á kjördaginn sjálfan, en spurt er að leikslokum.

 

Skilti sem tilkynna gatnahreinsanir hafa verið óvenju áberandi síðustu daga fyrir kosningar. Hafa margir á orði að það sé með ráðum gert hjá Degi borgarstjóra, en mikið hefur verið kvartað yfir því á kjörtímabilinu hversu borgin sé skítug. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði einnig að Dagur væri að nota borgina í kosningabaráttu fyrir Samfylkinguna, með því að tilkynna gatnahreinsanir í sms sendingum og tímasetningin, rétt fyrir kosningar, væri engin tilviljun.

 

– 

Framboðin beita ýmsum brögðum til að vekja á sér athygli. Viðreisn og Neslistinn, sem bjóða fram sameiginlegan lista á Seltjarnarnesi, fengu þennan unga mann til að standa vaktina í vikunni. Á skiltinu stendur Betri stjórnsýslu-Aukið lýðræði.

Gárungar höfðu orð á því að betur hefði farið að skrifa „Ódýrara kampavín!“ á skiltið.

 

-Stöðugur straumur kjósenda er í Smárann í Kópavogi. Áberandi meirihluti er þó í eldri kantinum. Þegar blaðamann DV bar að garði á tólfta tímanum var hægt að þekkja starfsmenn frá kjósendum út frá aldri. Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins og Snorri „í Betel“ Óskarsson, voru mættir að kjósa. Reyndar ekki saman.

 

-Venjulega eru atkvæði talin í borgarstjórnarsal Ráðshúss Reykjavíkur. En þar sem framkvæmdir standa þar yfir, eru atkvæði nú talin í Laugardalshöll.

4.69% höfðu kosið í Reykjavík klukkan 11. Árið 2014 höfðu 4.27% kosið á sama tíma.

-Kvartað hefur verið yfir kjörseðlunum sem notaðir eru í sveitastjórnarkosningum þetta árið. Sökum fjölda lista sem í framboði eru, er kjörseðillinn mun stærri og umfangsmeiri en áður.

Er sagt að það halli á þau framboð sem eru aftarlega í stafrófinu, þar sem tvíopna þarf kjörseðlana til að komast að framboðunum sem eru aftarlega

 

-Kjörstaðir í Reykjavík opnuðu klukkan 9. Klukkan 10 höfðu alls 1530 manns kosið í Reykjavík, en það er 1.7% fólks á kjörskrá. Það er örlítið betri kjörsókn en á sama tíma 2014, er hún var 1.58%

Í kosningunum þar á undan, 2010, höfðu 2.08% kosið á fyrsta klukkutímanum.

 

Kosið verður til sveitastjórna í 71 sveitarfélagi í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og verða opnir til 22 í kvöld í síðasta lagi.

Á kjörskrá eru um 248 þúsund manns. Það eru 8200 fleiri en í síðustu kosningum, 2014. Á kjörskrá eru 12 þúsund erlendir ríkisborgarar.

Alls höfðu um 20 þúsund manns kosið í utankjörfundar atkvæðagreiðslu hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í gær, en kosið var í Smáralindinni í Kópavogi. Þar verður hægt að kjósa til klukkan 17 í dag.

 

Kosningarrétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 26. maí 2018, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. 5. maí 2018.

Einnig eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum.

Inni í kjörklefanum

Kjósandi má strika yfir nafn eða nöfn frambjóðanda á kjörseðlinum, vilji kjósandi hafna viðkomandi. Strika má yfir eins mörg nöfn og viðkomandi vill, en þó verður að skilja amk eitt nafn eftir.

Ekki má strika yfir lista/framboð sem viðkomandi ætlar ekki að kjósa, né endurraða listunum. Þá er kjörseðillinn ógildur.

Ekki má taka myndir af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum.

Ef einhver sér hvað er á kjörseðlinum áður en þú setur hann í kassann er seðillinn ónýtur og þú átt rétt á að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Hið sama gildir ef þú hefur gerir mistök við ritun á kjörseðilinn. Þú þarft þá að skila kjörstjórn fyrri seðlinum.

Nálgast má allar upplýsingar um kosningarnar á vefnum kosning.is

 

Oddvitar kjósa

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins kaus um klukkan tíu í morgun, líkt og Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sem sagði atkvæði sitt lykilatkvæði, úrslitaatkvæði.

Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, var einnig mættur í morgun til að kjósa

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna kaus í Hagaskóla im 10.30 í morgun.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er búinn að kjósa í ráðhúsinu.

Þá kaus Kolbrún Baldursdóttir einnig í ráðhúsinu, oddviti Flokks fólksins, en samkvæmt könnunum er Kolbrún á leið í borgarstjórn.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata kaus í Árbæjarskóla rúmlega 11.

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, kaus í Hlíðarskóla klukkan 11. Hafði hún orð á því hversu stór kjörseðillinn væri.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, kaus í Árbæjarskóla í morgun.

 

 

Hægt er að sjá upplýsingar um kjörstaði hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt