fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Einar Þorsteinsson: „Hlutverk spyrla í pólitískum umræðuþætti að spyrja krefjandi spurninga“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 26. maí 2018 16:00

Í síðustu frétt um Einar var hann ranglega kallaður Einar Ósk. Það leiðréttist hér með.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, fréttamaður RÚV, vakti athygli í kappræðum oddvita framboðanna í Reykjavík í gærkvöldi, er hann spurði Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins, um hvort kjósendur framboðsins gætu treyst Gunnari Smára Egilssyni, formanni flokksins, þar sem hann hefði oftar en einu sinni „skilið launafólk eftir kauplaust.“

Sanna leiðrétti Einar, að Gunnar væri ekki formaður heldur framkvæmdarstjóri. Einar ítrekaði samt spurninguna, hvort kjósendur gæti treyst Gunnari, sem hefði drifið starfið áfram. Sanna svaraði:

„Hann er ekki í forystu flokksins. Það er ég, 26 ára gömul kona af blönduðum uppruna, ekki einhver fimmtugur karlmaður, eða ég veit ekki einu sinni hvað hann er gamall.“

Einar sagði að Gunnar væri stofnandi flokksins, en Sanna sagðist vera það einnig. Einar ítrekaði aftur spurninguna og svaraði Sanna því til að hann væri ekki formaður, hún væri oddvitinn.

 

Skömmu eftir viðtalið birti Gunnar Smári færslu á Facebook, hvar hann sagði Sönnu hafa „flengt“ Einar og uppnefndi Gunnar hann „drullusokk“.

 

Aðspurður um viðbrögð Gunnars Smára, sagði Einar í samtali við Eyjuna að slík viðbrögð væru algeng hjá stjórnmálamönnum:

„Það er algengt að stjórnmálamenn eins og Gunnar Smári reyni að setja pólitískan stimpil á fréttamenn til að draga úr þeim vígtennurnar og gera þá tortryggilega. Þetta þekkjum við á fréttastofu RÚV og á öllum fjölmiðlum sem láta til sín taka. Sósíalistaflokkurinn kann að vera hæstánægður með þá umfjöllun sem hann fær vegna málsins.“

En átti spurningin rétt á sér ?

„Sósíalistaflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl sem virðist ætla að láta til sín taka í borginni. Það er hlutverk spyrla í pólitískum umræðuþætti að spyrja krefjandi spurninga og ég held að Sanna hafi komist prýðilega frá spurningunni um aðkomu Gunnars Smára að flokknum. Hann er umdeildur vegna reksturs fyrirtækja og það er brýnt að oddviti flokksins svari því gagnvart kjósendum hvort þeir geti treyst sósíalískum flokki sem hafi slíkan mann í forystusveitinni.“

En hvað segir þú við þeirri gagnrýni að Eyþór hafi ekki fengið svipaða spurningu um sinn fyrirtækjarekstur?

„Frá upphafi kosningabaráttunnar hefur ítrekað verið fjallað um viðskiptaferil Eyþórs í fjölmiðlum og hann margoft komið til tals í umræðuþáttum. Spurningin hefði átt fullan rétt á sér og var á meðal fjölmargra spurninga sem við vorum með á blaði fyrir frambjóðendur sem komust ekki að. Þættir af þessu tagi eru alltaf hálfgerð óvissuferð í beinni útsendingu í tvær klukkustundir þar sem hart er barist um orðið. Við vorum sátt við þáttinn, þótt hann hafi að sjálfsögðu ekki svarað öllum spurningum kjósenda. Við tökum alla gagnrýni til okkar og höfum hana til hliðsjónar í næsta þætti,“

sagði Einar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu