fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ísraelski sendiherrann Schutz segir að Norðmenn séu kvislingar

Egill Helgason
Föstudaginn 25. maí 2018 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiherra Ísraels kom hingað til lands í vikunni og hélt blaðamannafund. Nokkrir fjölmiðlar mættu, sendiherrann talaði í hljóðnema  – en það vakti meiri athygli að tónlistarmaðurinn Páll Óskar vildi ekki hitta sendiherrann. Einhverjir sögðu að menn ættu að hlusta á sjónarmið sendiherrans – Eyvindur Karlsson svaraði því á Facebook og sagði:

Þjóðarmorð er ekki sjónarmið.

Sendiherrann heitir Raphael Schutz og situr í Noregi. Þar hefur honum tekist að gera allt vitlaust með yfirlýsingum sínum. Í apríl lýsti hann því til dæmis yfir að Norðmenn væru upp til hópa eftirkomendur Quislings og ekki væri von á öðru frá þeim en gyðingahatri.

Það er frekar viðkvæmt í Noregi. Vidkun Quisling var leiðtogi norskra nasista í stríðinu, leppur Hitlers, en var hengdur í stríðslok. Orðið kvistlingur hefur orðið alþjóðlegt heiti um svikara og landráðamenn af lægstu sort.

Norðmenn hafa löngum verið stoltir af harðri andspyrnu sinni gegn Hitlers-Þýskalandi. En sendiherrann skrifaði að örlítið brot Norðmanna hefði verið almennilegt fólk. Orð sendiherrans komust í alþjóðlega fjölmiðla, en var mótmælt af Norðmönnum sjálfum, meðal annars Höyre, flokki Ernu Solberg forsætisráðherra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega