fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Frelsisflokkurinn heimsótti forsætisráðherra – Hrelldi nágranna með hávaða

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. maí 2018 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er bryddað upp á ýmsu í aðdraganda kosninga hjá framboðunum til að koma boðskap sínum á framfæri. Frelsisflokkurinn, sem hefur mælst undir Malt-prósentu, tók upp á því í gær að mæta fyrir utan heimili Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra til að spila ættjarðarlög á hæsta styrk.

Tumi Úlfarsson, sem er nágranni Katrínar, náði meðfylgjandi mynd af bifreið Frelsisflokksins. Hann segir í færslu sinni á Facebook að hávaðinn hafi verið slíkur að kona hans hafi þurft að flýja í annað herbergi með nýfæddan son þeirra.

Í athugasemdarkerfinu kemur fram að bifreið framboðsins hafi einnig keyrt upp göngugötuhlutann af Laugavegi „blastandi Gylfa Ægis.“

Ekki er ljóst hvað lá fyrir Frelsisflokknum með athæfi sínu utan við heimili forsætisráðherra, hvort um mótmæli eða svokallaðar atkvæðaveiðar var að ræða.

Þess má geta að forsætisráðherra, líkt og allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, auk forseta Alþingis, eru með neyðarhnapp á heimili sínu, telji þeim sér ógnað. Sé ýtt á hann, kemur sérsveitin askvaðandi með alvæpni á svipstundu til varnar.

Ekki er vitað til þess að neyðarhnappurinn hafi verið notaður í þessu tilfelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun