fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Braut Páley siðareglur lögreglu ?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. maí 2018 15:18

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri Norðurlands eystra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan greindi frá því í fyrradag að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, hefði blandað sér með beinum hætti í kosningabaráttuna er hún ritaði mikla varnargrein fyrir Elliða Vignisson, bæjarstjóra og bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Páley, sem er sjálf fyrrum bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar í grein sinni að henni hafi fundist umræðan um Elliða ósanngjörn og ekki sönn. Greinin lofar Elliða og vinnubrögð hans í hástert og spyr Páley hvort Eyjamenn séu virkilega tilbúnir að missa einn „mesta baráttumann Eyjanna frá stjórnun bæjarins.“

Í athugasemdarkerfi Eyjafrétta er spurt hvort það sé við hæfi að lögreglustjórinn blandi sér í kosningabaráttuna.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar hefur Páley einnig sinnt úthringingum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum, þar sem lögreglustjórinn er sagður hvetja til þess að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn.

Í Evrópskum leiðbeiningarreglum um siði og breytni opinberra ákærenda frá 2005, gjarnan nefndar „Búdapestreglurnar“ þar sem ráðstefna Evrópskra ríkissaksóknara fór fram, skipulögð af Evrópuráðinu, er þátttaka ákærenda (lögreglu)  í stjórnmálum skilgreind sérstaklega:

„Þá þurfa ákærendur að gæta þess sérstaklega, taki þeir þátt í opinberri umræðu, starfi stjórnmála eða öðru slíku, að þátttaka þeirra og framganga sé með þeim hætti að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa.“

 

Í siðareglum lögreglunnar á Íslandi sem tóku gildi 1. febrúar 2016, segir í 13. grein:

„Starfsmönnum lögreglu ber að forðast verkefni utan lögreglu sem geta leitt til hagsmunaárekstra og skulu önnur störf en lögreglustarfið víkja fyrir því.“

Samkvæmt heimildum Eyjunnar hefur Páley tekið þátt í úthringingum á vegum Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Slíkt gæti brotið í bága við 13. greinina.

 

Í 15. grein segir ennfremur:

„Starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að aðhafast ekkert það að í starfi sínu eða utan þess, sem er til þess fallið að draga óhlutdrægni þeirra í efa við framkvæmd starfa sinna.

Starfsmenn lögreglu skulu gæta orða sinna í hvívetna til dæmis við skoðanaskipti á veraldarvefnum, s.s. uppfærslur á samfélagsmiðlum og athugasemdir undir fréttir á fréttamiðlum.

 

Samvæmt þessu gætu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins vísað bæði í 13., og 15. greinina til merkis um að Páley hefði brotið í bága við siðareglur lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki