fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

18 börn fengið undanþágu til giftingar á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. maí 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um hversu oft ráðuneytið hefði veitt undanþágur frá skilyrðum um aldur hjónaefna, kemur fram að alls 18 einstaklingar undir lögaldri, hafa fengið undanþágur til giftingar frá árinu 1998.

Sjálfræðisaldur var hækkaður í 18 ár árið 1998 og segir í 7. gr. hjúskaparlaga frá 1993, að tveir einstaklingar megi stofna til hjúskapar, ef þeir hafa báðir náð 18 ára aldri. Í ákvæðinu kemur einnig fram að ráðuneytið geti veitt undanþágu frá reglunni, svo framarlega sem samþykki forsjáraðila liggi fyrir. Enginn lágmarksaldur er tilgreindur en í svari dómsmálaráðherra er sagt að „naumast yrði yngra fólki en 16 ára veitt aldursleyfi.“

Allir þeir sem undanþágu fengu voru  16 eða 17 ára, en engin undanþága hefur verið veitt frá árinu 2016. Aðeins tveir karlmenn hafa fengið undanþágu frá 1998. Annar þeirra var 17 ára árið 2007, en ekki kemur fram aldurinn á þeim sem fékk undanþágu árið 1998.

Tvær 16 ára stúlkur hafa fengið undanþágu til giftingar, árin 2002 og 2014.

Ekki kemur fram aldurinn á þeim aðilum sem börnin giftust, en Eyjan hefur sent dómamálaráðuneytinu fyrirspurn þess efnis.

Árið 1978 öðlaðist gildi hér á landi samningur Sameinuðu þjóðanna um samþykki fyrir hjónabandi, lágmarksaldur og skráningu hjónabanda frá árinu 1962. Í honum segir að það sé skylda á herðum aðildarríkjanna að ákveða lágmarksaldur fyrir hjónabönd, þó engin aldurstakmörk séu tilgreind sérstaklega.

Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar, um hvernig undanþáguákvæðið samræmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum, er bent á ofangreindan samning.

Þar segir einnig að dómsmálaráðherra sé þeirrar skoðunar að fylgja eigi þróun á Norðurlöndunum, þar sem gerðar hafi verið breytingar á sambærilegum lagaákvæðum.

Þá tiltekur dómsmálaráðherra að sett hafi verið af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði 7. gr. hjúskaparlaga, ásamt því að kanna hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára sem framkvæmdar eru erlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega