fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þjóðskrá segir lögheimilisflutning ólögmætan

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. maí 2018 09:24

Einar Birkir Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt úrskurði Þjóðskrár er lögheimilisflutningur Einars Birkis Einarssonar, óháðs bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, ólögmætur. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu. Einar flutti í Kópavoginn úr Hafnarfirði á miðju kjörtímabili en skráði lögheimili sitt hjá ættingjum í Hafnarfirði.

Haft er eftir Margréti Gauju Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, að Einar hefði tilkynnt bæjarstjórn úrskurðinn á fundi í gær. Hún segir að búið sé að kalla inn varabæjarfulltrúa fyrir Einar, en Borghildur Sturludóttir sat fundinn í hans stað.

Þá sagði hún einnig:

„Þetta fer að verða eins og í einhverri slæmri sænskri bíómynd, svona melódrama. “

Einar sagði sig úr Bjartri framtíð í byrjun apríl, ásamt Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar og báru þau við samstarfsörðugleikum og trúnaðarbresti. Hefur meirihlutinn því hangið á bláþræði vegna deilna um kjörgengi Einars.

Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði einlægan pistil um atburðarrásina í Hafnarfirði, þar sem hún sagði hana ekki vera þau stjórnmál sem flokkurinn vildi kenna sig við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins