fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Stigvaxandi eftirspurn eftir áli samhliða hagstæðu raforkuverði

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. maí 2018 12:00

Norðurál á Grundartanga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt greiningu IFS, þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki á sviði greininga og fjármála, mun samkeppnisstyrkur Íslands á álmarkaði fara vaxandi, samhliða spám um hátt álverð næstu fimm árin. Þetta kemur fram í tilkynningu. Stórt stökk varð í álvinnslu á Íslandi með tilkomu álvers Alcoa 2008 og stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga 2006-7. Frá 2008 hefur hlutur áls verið nokkuð stöðugur í 35-40% af heildarútflutningi. Er verðmæti útflutnings á sjávarafurðum og áli nú á áþekkum slóðum.

Álverin þrjú nota um 70% allrar raforku sem nýtt er og fjöldi ólíkra notenda skiptir á milli sín hinum 30%. Fjórði stærsti notandi landsins er kísilver Elkem á Grundartanga. Hlutur gagnavera var aðeins 1% árið 2016 en mikil hreyfing er í þeirri starfsemi þessi misserin. Heimili landsins nota aðeins um 5% alls rafmagns sem nýtt er í landinu.

Samkeppnishæfni álframleiðslu á Íslandi hefur um árin byggst á hagstæðu raforkuverði í stöðugu þjóðfélagi. Stærsti kostnaðarliðurinn í framleiðsluferli áls er jafnan kaupin á þeirri miklu orku sem þarf til að búa til hreint ál með rafgreiningu líkt og gert í er álverunum hér á landi. Getur hann numið frá um þriðjungi heildarkostnaðar upp í helming eftir löndum.

Gera má ráð fyrir að samkeppnisstyrkur Íslands og nokkurra annarra ríkja muni fara vaxandi af annarri ástæðu. Hún er hratt vaxandi krafa um minnkun á kolefnisfótspori mannkyns. Þegar kemur að áli er tilurð orkunnar sem notuð er við framleiðsluna lykilatriði hvað þetta snertir. Orka úr vatnsafli er mjög umhverfisvæn sem þýðir að lönd eins og Ísland, Noregur og Kanada geta framleitt “grænna” ál en önnur lönd, sem framleiða orku úr gasi, olíu og alveg sérstaklega kolum. Framleiðsla á 1 tonni af áli losar tæp 2 tonn af CO2 á Íslandi á meðan gildið er um 7-8 tonn þar sem gas er notað til orkuframleiðslu og 15-18 tonn með brennslu kola.

 

CRU spáir áfram háu álverði næstu fimm ár

Meðalverð áls á London Metal Exchange í apríl nam um $2.255 tonnið og hefur ekki verið hærra síðan í september 2011. Í maí hefur álverð haldist að mestu hærra en það en stendur nú í um $2.227. Það er sem sé gangur í álmarkaði og sterkur viðsnúningur frá verðlækkunarfasa frá miðju ári 2011 til ársbyrjunar 2016. Hækkun síðastliðið ár eða svo er ekki síst til komin vegna viðbragða Kína við kæru BNA, ESB, Kanada, Rússlands og Japans til WTO í ársbyrjun 2017 á niðurgreiðslum kínverska ríkisins á sínum áliðnaði. Hertar refsiaðgerðir BNA gegn rússneskum ólígörkum áttu svo meginþátt í að verðið snarhækkaði í apríl, þar sem þær drógu úr útflutnings möguleikum rússneska álframleiðandans Rusal. Unnið er í því nú að koma fyrirtækinu af bannlista bandarískra stjórnvalda, m.a. með breytingu á eignarhaldi. Hins vegar skiptir væntanlega mestu hver verðþróun áls verður til lengri tíma, þám. fyrir íslensk álfyrirtæki og orkuframleiðendur.

 

CRU er greiningarfyrirtæki í London sem sérhæfir sig m.a. í greiningu á málmmörkuðum. Fyrirtækið nýtur mikillar virðingar og mjög er horft til spáa þess í þeim atvinnugreinum sem spárnar snerta. Fimm ára spá CRU hljóðar nú upp á áframhaldandi hátt verð á áli á árabilinu 2018-2022. Spáð er ríflega $2.400 meðalverði á þessu ári, í ölduróti alþjóðamála, en það verði nær $2.300 á næsta ári, þegar aðstæður hafi róast. Frá því og til 2022 spáir fyrirtækið stöðugri verðhækkun áls og verðið verði vel yfir $2.400 dollurum tonnið á því ári. Meginástæða spár CRU um verðhækkun áls eru horfur um sífellda aukningu eftirspurnar á næstu árum. Gerir fyrirtækið ráð fyrir að samgöngur (rafbílar) muni eiga drjúgastan þátt en einnig margar aðrar atvinnugreinar, s.s. vélaframleiðsla, neytendatæki, pökkun, rafiðnaður og byggingarstarfsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus