fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til unga fólksins í Reykjavík

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 10:45

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykvíkingar á aldrinum 18-29 ára virðast ekki hafa mikinn áhuga á stefnumálum Sjálfstæðisflokksins, þegar skoðuð er ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, á fylgi framboðanna í borginni.

Aðeins 16,3% aðspurðra á aldrinum 18-29 ára sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, meðan 44% sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna.

Svipaða sögu er að segja af fólki á aldrinum 30-44 ára. Þar segjast 17,6% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en 29,7% Samfylkinguna.

Í aldurshópnum 45-59 ára mælist Sjálfstæðisflokkurinn fyrst stærri en Samfylking, með 33.5% móti 26,1% en hinsvegar mælist Samfylking stærri en Sjálfstæðisflokkur meðal þeirra sem eru 60 ára og eldri.

 

Þegar horft er til kynjaskiptingar kemur í ljós að Samfylkingin er í algerri sérstöðu, því 47,3% kvenna á aldrinum 18-29 ára styðja Dag B. Eggertsson og Samfylkinguna, en aðeins 9,2% Sjálfstæðisflokkinn.

Svipaða sögu er að segja í aldurshópnum 30-44 ára, en 37,3% þeirra kvenna styðja Samfylkinguna, en aðeins 12% Sjálfstæðisflokkinn.

Þegar konur á aldrinum 45-59 ára eru spurðar hvaða flokk þær styðji, jafnast leikar. Alls 30,1% styðja Samfylkingu en 28% Sjálfstæðisflokkinn.

Hjá konum 60 ára og eldri segjast 36,7 % styðja Samfylkingu en 30% Sjálfstæðisflokkinn.

 

Meðal karla vegna Sjálfstæðisflokknum betur. Í hópnum 18-29 ára segjast 22,5% styðja hann, en 41,4% Samfylkingu.

Í hópi 30-44 ára styðja einnig 22,5% Sjálfstæðisflokkinn, en 23% Samfylkinguna.

Hjá 45-59 ára styðja 37,5% Sjálfstæðisflokkinn, en 23% Samfylkingu.

Í hópi 60 ára og eldri, styðja 27,8% Sjálfstæðisflokkinn og 30% Samfylkingu.

 

 

Kjörsókn hefur farið minnkandi frá árinu 1994 og var 62,6% árið 2014. Árið 2010 var hún 73,4 prósent og 2006 77 prósent. Árið 2002 var hún 83,9 prósent.

Í síðustu kosningum kusu aðeins 45 prósent ungmenna á aldrinum 18 til 9 ára og 42 prósent 20-24 ára.

 

Til að sporna við þessari þróun hyggst Reykjavíkurborg senda ungmennum sms rétt fyrir kosningar, þar sem viðtakendur eru hvattir til að mæta á kjörstað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega